21. mars 2024

Útgáfuviðburður: Lífsferilsgreiningar í byggingarreglugerð​

Póstlisti HMS

Skráðu þig á póstlista HMS og fáðu allar nýjustu fréttir sendar í pósthólfið þitt.

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun HMS

Þriðjudaginn 26. mars 2024 kl. 12-13 verður samræmd aðferðafræði við gerð lífsferilsgreininga fyrir íslenskar byggingar formlega gefin út, með opnun LCA-gáttar og upplýsingasíðu um lífsferilsgreiningar á hms.is. Fundurinn markar jafnframt upphaf 18 mánaða aðlögunartíma fyrir innleiðingu lífsferilsgreininga. ​

Hér er um að ræða fyrstu afurðina úr vinnunni við endurskoðun á byggingarreglugerðinni. Jafnframt er þetta afrakstur vinnu LCA-sérfræðihóps og HMS, sem byggir á grunni aðgerðar 5.1.3. í Vegvísi að vistvænni mannvirkjagerð.

Meðal þeirra sem koma munu fram eru:

  • Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra 
  • Þóra Margrét Þorgeirsdóttir fram­kvæmda­stjóri mann­virkja og sjálf­bærni hjá HMS
  • Elín Þórólfsdóttir sér­fræð­ing­ur í mann­virkj­um og sjálf­bærni hjá HMS
  • Friðrik Gunnarsson sérfræðingur í umhverfismálum hjá FSRE
  • Jóhanna Klara Stefánsdóttir sviðs­stjóri mann­virkja­sviðs hjá Sam­tök­um iðn­að­ar­ins

Póstlisti HMS

Skráðu þig á póstlista HMS og fáðu allar nýjustu fréttir sendar í pósthólfið þitt.

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun HMS