23. apríl 2025
14. desember 2022
Umsókn um vilyrði fyrir stofnframlagi fram í tímann
Útgáfuáætlun
Hér má sjá útgáfuáætlun HMS
Vakin er athygli á heimild HMS til að gera samkomulag við þá aðila sem áður hafa fengið úthlutað stofnframlagi frá ríki og sveitarfélögum um vilyrði fyrir úthlutun stofnframlags ríkisins fram í tímann til allt að þriggja ára í senn.
Heimild til að gera samkomulag af þessu tagi er í 9. mgr. 11. gr. laga um almennar íbúðir eins og ákvæðinu var breytt með lögum nr. 148/2019.
Slíkt samkomulag skal byggja á tímasettri framkvæmdaáætlun viðkomandi aðila um byggingu almennra íbúða, auk þess sem eftirfarandi skilyrði þurfa að vera uppfyllt við gerð samkomulagsins og á gildistíma þess:
- Að viðkomandi hafi áður fengið úthlutað stofnframlagi frá ríki og sveitarfélagi.
- Að fyrir hendi sé fjárheimild í fjárlögum.
- Að frestir samkvæmt tímasettri framkvæmdaáætlun séu haldnir.
- Að hliðstætt samkomulag sé gert við sveitarfélag þar sem almenn íbúð verður staðsett.
- Að önnur skilyrði séu uppfyllt, en í því samhengi er átt við skilyrði laga um almennar íbúðir.
Lokafrestur til að skila inn beiðni er 9.janúar
Húsnæðis- og mannvirkjastofnun óskar nú eftir því að þeir stofnframlagshafar sem sækjast eftir því að gera samkomulag af því tagi sem að framan greinir hafi samband við Húsnæðis- og mannvirkjastofnun eigi síðar en 9.janúar 2023 á netfangið stofnframlag@hms.is. Starfsmenn stofnunarinnar munu í framhaldi af lokum þessa frests leiðbeina viðkomandi aðilum um þau gögn sem þarf að skila í tengslum við mat á umsóknum um gerð samkomulaga.
Útgáfuáætlun
Hér má sjá útgáfuáætlun HMS