6. mars 2024

Tæplega fjögur sumarhús á hverja 100 íbúa

Póstlisti HMS

Skráðu þig á póstlista HMS og fáðu allar nýjustu fréttir sendar í pósthólfið þitt.

Netfang

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun HMS

Rúmlega 15 þúsund sumarhús eru skráð á landinu, sem jafngildir tæplega fjórum sumarhúsum á hverja 100 íbúa. Sumarhúsum á hvern íbúa hefur fækkað frá árinu 2017, þar sem sumarhúsauppbygging hefur ekki haldið í við íbúafjölgun.

Á vef Fasteignaskrár má sjá fjöldatölur um sumarhús á Íslandi. Samkvæmt vefnum eru skráð sumarhús nú 15.091 talsins, en þeim hefur fjölgað um 43 frá síðustu áramótum. Frá árinu 2015 hefur skráðum sumarhúsum fjölgað um 100 til 200 á hverju ári.

Á mynd hér að ofan má sjá fjölda sumarhúsa á hverja 100 íbúa frá árinu 2006, ef miðað er við íbúafjöldatölur frá Hagstofu. Líkt og myndin sýnir fjölgaði sumarhúsum töluvert hraðar en íbúum á tímabilinu 2006-2012, en virðist svo hafa náð hápunkti. Á síðustu sjö árum hefur sumarhúsum á hverja 100 íbúa svo fækkað.

Flest sumarhús á landinu eru staðsett í Grímsnes- og Grafningshreppi eða 3.301 sumarhús og í Bláskógarbyggð eru nú skráð 2.190 sumarhús. Í þessum tveimur sveitarfélögum eru nú 36% allra sumarhúsa á landinu. Finna má rúmlega helming allra sumarhúsa á Suðurlandinu, en þau eru alls 7.913 í landshlutanum. Á Vesturlandi eru þau 3.098 og á Norðurlandi eystra eru þau 1.230.

Póstlisti HMS

Skráðu þig á póstlista HMS og fáðu allar nýjustu fréttir sendar í pósthólfið þitt.

Netfang

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun HMS