9. febrúar 2021

Talsverður fjöldi leigusamninga miðað við árstíma

Póstlisti HMS

Skráðu þig á póstlista HMS og fáðu allar nýjustu fréttir sendar í pósthólfið þitt.

Netfang

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun HMS

Í janúar var 818 leigusamningum um íbúðarhúsnæði þinglýst sem er 6% fleiri samningar en í janúar í fyrra. Er þetta mesti fjöldi leigusamninga í janúarmánuði frá árinu 2016 en þá þurftu leigusamningar um stúdentaíbúðir að vera þinglýstir til þess að hægt væri að sækja um húsaleigubætur og algengt var að slíkum samningum væri þinglýst í janúar. Sömu sögu er að segja um desember en þá var 839 leigusamningum þinglýst sem er mun meira en áður hefur verið í desembermánuði enn fyrra metið var 547 þinglýstir samningar í desember 2015.

Í janúar var 818 leigusamningum um íbúðarhúsnæði þinglýst sem er 6% fleiri samningar en í janúar í fyrra. Er þetta mesti fjöldi leigusamninga í janúarmánuði frá árinu 2016 en þá þurftu leigusamningar um stúdentaíbúðir að vera þinglýstir til þess að hægt væri að sækja um húsaleigubætur og algengt var að slíkum samningum væri þinglýst í janúar. Sömu sögu er að segja um desember en þá var 839 leigusamningum þinglýst sem er mun meira en áður hefur verið í desembermánuði enn fyrra metið var 547 þinglýstir samningar í desember 2015.

Almennt virðist virkni á leigumarkaði hafa farið stigvaxandi frá upphafi árs 2017. Samkvæmt skoðanakönnunum er að verða algengara að leigusamningar séu formfestir, þ.e. að þeir séu skriflegir, gefnir upp til skatts og þinglýstir, eins og fjallað var um í skýrslu HMS um leigumarkaðinn frá því í desember. Sú aukning er hins vegar ekki nægileg til að útskýra þessa miklu fjölgun í þinglýstum samningum og því líklegt að þarna séu aðrir þættir sem spila inn í. Ein skýring gæti verið sú að það sé meiri hreyfing á leigumarkaðnum núna sökum þess að framboðið hefur verið að aukast og leiguverð að lækka. Þannig hafa skapast betri aðstæður fyrir leigjendur að finna sér húsnæði sem hentar á hagkvæmara verði, sem gæti skýrt þessa aukningu.

Á myndinni hér að ofan sést að fjöldi leigusamninga árið 2020 var í hæstu hæðum alveg frá því að fyrra samkomubanni lauk í maí. Ef tímabilið frá maí-desember er skoðað frá árinu 2017 þá slær árið 2020 fjöldamet í hverjum mánuði. Fjölgun leigusamninga hefur þó verið mest á höfuðborgarsvæðinu og á Suðurlandi.

Póstlisti HMS

Skráðu þig á póstlista HMS og fáðu allar nýjustu fréttir sendar í pósthólfið þitt.

Netfang

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun HMS