3. febrúar 2023

Starfaprófíll slökkviliðsmanna

Póstlisti HMS

Skráðu þig á póstlista HMS og fáðu allar nýjustu fréttir sendar í pósthólfið þitt.

Netfang

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun HMS

Fræðslumiðstöð atvinnulífsins (FA) vann að beiðni HMS greiningu á starfi slökkviliðsmanna og gerði hæfnigreiningu og starfaprófíl fyrir starfið.

Starf slökkviliðsmanna hefur tekið miklum breytingum undanfarin ár samhliða verulegri fækkun eldsvoða vegna bættra forvarna, hönnunar og eldvarnareftirliti í mannvirkjum.

Fjölbreyttur hópur tók þátt í þeirri vinnu sem greiningin byggir á og skilar hún verðmætum upplýsingum inn í þá umbótavinnu sem nú er í gangi hjá Brunamálaskólanum. Sá starfaprófíll sem gefin hefur verið út er lykilverkfæri í gerð nýrrar námskrár fyrir samræmt grunnnám slökkviliðsmanna og mun nýtast áfram þegar farið verður í skipulag framhalds- og stjórnendanáms hjá skólanum.

Hæfnigreining hefur einnig farið fram á starfi eldvarnareftirlitsmanna sem mun liggja til grundvallar uppfærslu á því námi. Stefnt er á að sú vinna hefjist á næsta ári og mun sá starfaprófíll vera birtur í aðdraganda upphafs þess verkefnis.

Kynningar á drögum að námskrá fyrir grunnnám slökkviliðsmanna eru í gangi þessar vikurnar og styttist alltaf í að námskráin verði gerð opinber þó ljóst sé að hún verði í mótun næstu misserin.

Athygli er vakin á  að starfaprófíll FA hefur ekki áhrif á starfsmat slökkviliðsmanna.

Starfaprófíll slökkviliðsmanna

Póstlisti HMS

Skráðu þig á póstlista HMS og fáðu allar nýjustu fréttir sendar í pósthólfið þitt.

Netfang

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun HMS