16. apríl 2025
1. júlí 2020
Skýrsla starfshóps HMS um brunamál
Útgáfuáætlun
Hér má sjá útgáfuáætlun HMS
Hér er birt nýleg skýrsla starfshóps HMS um brunamál. Starfshópnum var falið að greina núverandi stöðu brunamála, kanna skipulega viðhorf og úrbótatillögur helstu sérfræðinga og hagsmunaaðila málaflokksins og gera tillögur að úrbótum er varða brunamál.
Hér er birt nýleg skýrsla starfshóps HMS um brunamál. Starfshópnum var falið að greina núverandi stöðu brunamála, kanna skipulega viðhorf og úrbótatillögur helstu sérfræðinga og hagsmunaaðila málaflokksins og gera tillögur að úrbótum er varða brunamál.
Í starfshópnum sátu Davíð Snorrason forstöðumaður brunaeftirlits hjá HMS, Jóhann Ólafsson framkvæmdastjóri öryggis mannvirkja hjá HMS og Kristinn Tryggvi Gunnarsson, sjálfstæður ráðgjafi.
Starfshópurinn var skipaður af forstjóra HMS í kjölfar sameiningar tveggja helstu stofnananna sem fóru með húsnæðis- og byggingarmál í HMS um áramótin og hóf hópurinn vinnu sína þann 9. janúar síðastliðinn. Vinna hópsins fólst í greiningarvinnu og stefnumótun með aðstoð hagsmunaaðila sem þekkja vel til málaflokksins, svo sem slökkviliðsstjóra og sveitarstjórnarmanna. Hópurinn leitaði víða fanga, safnaði gögnum, tók viðtöl og fékk sérfræðiálit. Björn Karlsson, fyrrverandi forstjóri Mannvirkjastofnunar, var hópnum sérstaklega hjálpsamur og lagði til megnið af því efni sem snýr að stöðu brunavarna á Íslandi og framtíðarhorfum.
Helstu verkefni starfshópsins voru að:
- Greina núverandi stöðu málaflokksins og bera saman við það sem best gerist.
- Rýna í hvernig ytri aðstæður muni breytast í nánustu framtíð, ásamt því að meta áhrif þeirra á starfsemi málaflokkinn.
- Skerpa á framtíðarsýn og stefnu fyrir málaflokkinn.
- Greina innviði HMS með tilliti til að kanna ástand og hversu vel stofnunin eru undir það búin að tryggja vöxt og viðgang málaflokksins til framtíðar.
- Lýsa framtíðarsýn, skilgreina markmið fyrir málaflokkinn og velja viðmið.
- Skoða kosti og galla á valkostum í rekstri, skipulag, verkaskiptingu milli hagsmunaaðila og möguleika á útvistun.
- Rökstyðja besta kostinn.
- Leggja á ráðin um breytingar sem þarf að gera svo málaflokkurinn standi undir væntingum, markmið náist og framtíðarsýn rætist.
- Skipuleggja hvernig best væri að standa að undirbúningi og framkvæmd breytinga.
- Taka skipulega saman helstu álitamál.
Á grundvelli skýrslunnar fól félagsmálaráðherra HMS að fara í sérstakt átak í brunamálum og var það kynnt á opnum fundi þann 28. maí síðastliðinn. Hér má sjá frétt um málið og upptöku frá fundinum.
Útgáfuáætlun
Hér má sjá útgáfuáætlun HMS