15. mars 2024

Skoðunarstofa skoðaði 38 rafföng í fyrra vegna gruns um að þau uppfylltu ekki kröfur

Póstlisti HMS

Skráðu þig á póstlista HMS og fáðu allar nýjustu fréttir sendar í pósthólfið þitt.

Netfang

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun HMS

Yfir 4 þúsund rafföng voru skimuð  á árinu sem hluti af markaðseftirlit raffanga, en 38 rafföng voru skimuð nánar vegna gruns um að þau uppfylltu mögulega ekki kröfur. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í ársskýrslu Markaðseftirlits raffanga fyrir árið 2023.

HMS annast markaðseftirlit raffanga, en stofnunin aflar á skipulegan hátt upplýsinga um rafföng og tekur við ábendingum frá neytendum og öðrum aðilum. Á síðasta ári stóð BSI á Íslandi ehf., sem er faggilt skoðunarstofa, að heimsóknum til söluaðila raffanga á landinu í umboði HMS.

BSI hefur nú birt ársskýrslu fyrir markaðseftirlit raffanga, sem nálgast má með því að smella á þennan hlekk. Samkvæmt skýrslunni fór BSI samtals í 179 heimsóknir til söluaðila raffanga á árinu. Þar af voru 157 heimsóknir á höfuðborgarsvæðinu, 17 heimsóknir í nágrenni höfuðborgarsvæðisins og 5 heimsóknir á Akureyri.

Heimsóknirnar fela í sér lauslega skoðun á sem flestum rafföngum á hverjum stað með það að markmiði að sigta út rafföng sem ekki uppfylla öryggiskröfur, ákvæði um rafsegultruflanir eða formkröfur. Alls skimaði BSI 4.417 rafföng í heimsóknum sínum.

Engin sölubönn voru sett á rafföng í fyrra

BSI skoðaði 38 rafföng nánar vegna gruns um að þau uppfylltu ekki kröfur, en þar af voru 25 vörur sem flokkast sem lýsingarbúnaður. HMS vísaði svo innlendum ábendingum til BSI  um rafföng sem uppfylltu mögulega ekki kröfur, en á meðal þeirra voru voru slönguljósaskreytingar, breytistykki fyrir hleðslu rafbíla, innrauðir saunapokar og innrauð saunateppi.

HMS setur sölubönn á rafföng sem alvarlegar athugasemdir eru gerðar við, ekkert slíkt var sett á árinu 2023 en send voru 13 skrifleg tilmæli til söluaðila um úrbætur á rafföngum sem minniháttar athugasemdir voru gerðar við. Að auki aðstoðaði sviðið ábyrgðaraðila varðandi úrbætur og innkallanir á rafföngum.

Póstlisti HMS

Skráðu þig á póstlista HMS og fáðu allar nýjustu fréttir sendar í pósthólfið þitt.

Netfang

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun HMS