18. janúar 2022

Samþykktar umsóknir um hlutdeildarlán 4,9 milljarðar

Póstlisti HMS

Skráðu þig á póstlista HMS og fáðu allar nýjustu fréttir sendar í pósthólfið þitt.

Netfang

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun HMS

Í lok árs 2020 kom ríkisstjórnin á fót svokölluðum hlutdeildarlánum sem hafa það að markmiði að bæta stöðu ungra og tekjulágra á húsnæðismarkaði. Láninu er ætlað að hjálpa fyrstu kaupendum undir ákveðnum tekjumörkum að brúa bilið við fasteignakaup, en lánað er allt að 20% fyrir útborgun en lántaki þarf að reiða fram a.m.k. 5% kaupverðs sjálfur. HMS sér um að greiða út og halda utan um hlutdeildarlánin.

Í lok árs 2020 kom ríkisstjórnin á fót svokölluðum hlutdeildarlánum sem hafa það að markmiði að bæta stöðu ungra og tekjulágra á húsnæðismarkaði. Láninu er ætlað að hjálpa fyrstu kaupendum undir ákveðnum tekjumörkum að brúa bilið við fasteignakaup, en lánað er allt að 20% fyrir útborgun en lántaki þarf að reiða fram a.m.k. 5% kaupverðs sjálfur. HMS sér um að greiða út og halda utan um hlutdeildarlánin.

Töluverður fjöldi hefur sótt um slík lán frá því að opnað var fyrir umsóknir í nóvember 2020 en úthlutun fer fram sex sinnum á ári. Hér að neðan er samantekt á helstu upplýsingum um hlutdeildarlánin.

 

578 aðilar hafa fengið samþykkt hlutdeildarlán

Samkvæmt reglugerð um hlutdeildarlán þá ber HMS að úthluta hlutdeildarlánum sex sinnum á ári   Lögin tóku fyrst gildi í lok árs 2020 og náðist að vera með tvær úthlutanir á því ári, eina í nóvember og aðra í desember. Á árinu 2021 voru síðan sex úthlutanir eins og lagt er upp með. Hér að neðan má sjá fjölda umsókna fyrir arið 2020 og  í hverri úthlutun 2021.

Samtals hafa umsóknir um hlutdeildarlán verið 945 talsins, af þeim hafa 578 verið samþykktar, 132 verið synjað og 235 hafa hætt við eða gögn vantaði. Helsta ástæða fyrir synjun umsókna er sú að umsækjandi er yfir tekjuviðmiðum.

Þær 578 umsóknir sem hafa verið samþykktar eru samanlagt að fjárhæð 4.900 m.kr. sem gerir að meðaltali um 8,5 milljónir per umsókn. Þó hafa ekki öll lánin verið greidd út en í lok árs 2021 höfðu 302 hlutdeildarlán verið greidd út að fjárhæð 2.500 m.kr. Eitt hlutdeildarlán hefur verið greitt upp á árinu vegna sölu fasteignar.

Tæplega helmingur umsókna á höfuðborgarsvæðinu

Ef litið er til dreifingar umsókna um hlutdeildarlán eftir svæðum þá hafa 48% umsókna verið vegna fasteigna á höfuðborgarsvæðinu, 42% vegna fasteigna á vaxtarsvæðum og 10% vegna fasteigna á landsbyggðinni. Hér er þó einungis átt við umsóknir sem hafa ýmist verið samþykktar eða synjað.

 

Helmingur af úthlutaðri fjárhæð er utan höfuðborgarsvæðisins

Ef horft er til fjárhæða samþykktra umsókna, eru 50% úthlutað til kaupa á íbúðum á höfuðborgarsvæðinu, um 40% til kaupa á vaxtarsvæðum og 10% til kaupa á landsbyggðinni.

 

Flestar umsóknir um hlutdeildarlán í Reykjanesbæ

Eins og sést á myndinni hér að neðan er nokkuð mikil dreifing á samþykktum umsóknum brotið niður á póstnúmer en flestar samþykktar umsóknir eru í Reykjanesbæ , Grafarvogi og á Akureyri. Rétt er þó að taka fram að hér er um að ræða lánsvilyrði þar sem umsækjandi hefur óskað eftir ákveðnu póstnúmeri en mögulega getur umsækjandi keypt í öðrum póstnúmerum innan sama svæðis.

Greidd hafa verið út lán fyrir 2,5 milljarða

Um áramótin höfðu 302 hlutdeildarlán verið greidd út, að fjárhæð 2.500 m.kr. en eitt hlutdeildarlán hefur verið greitt upp á árinu vegna sölu fasteignar.

Hér að neðan má sjá þau lán sem eru til staðar, 301 lán. Eins og sést í töflunni er  mest af lánum vegna kaupa á fasteignum í póstnúmerum 108 (Reykjavík), 600 (Akureyri) og 260 (Reykjanesbær). Það má rekja fjölda lána í póstnúmeri 108 til nýbygginga við Síðumúla og Grensásveg sem fóru í sölu á seinasta ári. 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Póstlisti HMS

Skráðu þig á póstlista HMS og fáðu allar nýjustu fréttir sendar í pósthólfið þitt.

Netfang

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun HMS