14. maí 2021

Samræming brunavarna á landinu og úttektir slökkviliða

Póstlisti HMS

Skráðu þig á póstlista HMS og fáðu allar nýjustu fréttir sendar í pósthólfið þitt.

Netfang

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun HMS

Starfsmenn Brunavarnasviðs HMS fóru í síðustu viku á Austurlandið og tóku út búnað og starfsemi Brunavarna Austurlands annars vegar og Slökkviliðs Fjarðarbyggðar hins vegar. Bæði þessi slökkvilið sinna stórum útkallssvæðum sem gera miklar kröfur til búnaðar, aðstöðu og viðbragðs. Þeir staðir sem voru heimsóttir eru Vopnafjörður, Egilsstaðir, Seyðisfjörður, Borgarfjörður Eystri, Djúpivogur, Reyðarfjörður, Norðfjörður, Breiðdalsvík, Stöðvafjörður og Fáskrúðsfjörður en það eru allir þeir staðir sem hafa virkar starfsstöðvar á þessum útkallssvæðum.

Starfsmenn Brunavarnasviðs HMS fóru í síðustu viku á Austurlandið og tóku út búnað og starfsemi Brunavarna Austurlands annars vegar og Slökkviliðs Fjarðarbyggðar hins vegar. Bæði þessi slökkvilið sinna stórum útkallssvæðum sem gera miklar kröfur til búnaðar, aðstöðu og viðbragðs. Þeir staðir sem voru heimsóttir eru Vopnafjörður, Egilsstaðir, Seyðisfjörður, Borgarfjörður Eystri, Djúpivogur, Reyðarfjörður, Norðfjörður, Breiðdalsvík, Stöðvafjörður og Fáskrúðsfjörður en það eru allir þeir staðir sem hafa virkar starfsstöðvar á þessum útkallssvæðum.

Dælubifreið á Djúpavogi með hreindýrahjörð í bakgrunni

Slökkviliðin þurfa að vera vel að tækjum búin og með vel menntaðan og þjálfaðan mannskap til að takast á við þær sérstöku náttúruaðstæður og atvinnutengdu hættu sem er til staðar á Austfjörðum og í innsveitum þeirra. Ljóst er að fjarlægðir og samgönguaðstæður geta orðið gríðarlega krefjandi á þessu svæði og skapað áskoranir fyrir slökkviliðin.

Ný dælubifreið á Djúpavogi

Til viðbótar við úttektir voru nemendur Brunamálaskólans, sem stunda nám sem atvinnumenn í slökkvistarfi, prófaðir í vatnsöflun enda brýn þörf á að slökkviliðsmenn séu vel þjálfaðir og geti unnið fumlaust í krefjandi aðstæðum. Vatnsöflun er mikilvæg í að viðhalda eðlilegu og óheftu slökkvistarfi og þá sérstaklega við erfiðar aðstæður líkt og þær sem geta skapast við gróðurelda. Almannavarnir hafa lýst yfir hættustigi varðandi gróðurelda á stórum hluta landsins og hvetur brunavarnasviðið einstaklinga og fyrirtæki til að kynna sér þær reglur sem gilda á þeirra svæði m.t.t. brunavarna og meðferð opins elds.

Sjá tilkynningu Almannavarna og vefsíðu um gróðurelda

Hér má sjá nemendur Brunamálaskólans í vatnsöflun.

 

Eitt af verkefnum HMS er að vinna að samræmingu brunavarna í landinu skv. lögum um brunavarnir nr. 75/2000 ásamt því að stuðla að samvinnu þeirra aðila er starfa að brunavörnum og var úttektin því liður í daglegum verkefnum stofnunarinnar.

Póstlisti HMS

Skráðu þig á póstlista HMS og fáðu allar nýjustu fréttir sendar í pósthólfið þitt.

Netfang

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun HMS