1. desember 2022

Samráðsvettvangur um uppbyggingu hagkvæms húsnæðis

Póstlisti HMS

Skráðu þig á póstlista HMS og fáðu allar nýjustu fréttir sendar í pósthólfið þitt.

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun HMS

Nýlega var stofnaður samráðsvettvangur aðila sem koma að uppbyggingu hagkvæms húsnæðis á viðráðanlegu verði. Myndun vettvangsins er ein af þeim aðgerðum sem samið var um í rammasamningi milli ríkis og sveitarfélaga um aukið framboð húsnæðis.

Rammasamninginn og aðgerðir hans má nálgast hér.

Auk­ið fram­boð af hús­næði á við­ráð­an­legu verði

Hópurinn fundaði í fyrsta sinn í vikunni en markmið samráðsvettvangsins er að fá þá aðila sem koma að uppbyggingu húsnæðis á viðráðanlegu verði til að koma saman og ræða hvernig má best ná fram markmiðum rammasamningsins um að auka framboð af hagkvæmu húsnæði fyrir ólíka félagshópa. Á fundinum kom skýrt fram að mikill þörf sé á að auka framboð af hagkvæmu húsnæði og að samráðsvettvangurinn gæti stutt við slíka uppbyggingu með því að kortleggja sameiginlegar áskoranir og mögulegar lausnir ásamt því að miðla upplýsingum um byggingaráform og þörf fyrir frekari uppbyggingu.

Á fundinum voru fulltrúar frá HMS, Bjargi íbúðafélagi, Brynju – leigufélagi, Félagsstofnun stúdenta, Byggingarfélagi námsmanna, Félagsbústöðum og Landssamtökunum Þroskahjálp. Auk þeirra var ákveðið að óska eftir að fulltrúar Sambands íslenskra sveitarfélaga og Búseta húsnæðissamvinnufélags tækju þátt í starfi samráðsvettvangsins.

Næstu skref vettvangsins er að halda áfram umræðu um þetta málefni og er næsti fundur áætlaður 9. janúar 2023 þar sem m.a. yrði farið yfir starfsemi hvers aðila fyrir sig og uppbyggingaráform þeirra til næstu ára.

Póstlisti HMS

Skráðu þig á póstlista HMS og fáðu allar nýjustu fréttir sendar í pósthólfið þitt.

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun HMS