28. apríl 2025

Rb-blöð mánaðarins: Ryðskemmdir og sprungur í útveggjum

Póstlisti HMS

Skráðu þig á póstlista HMS og fáðu allar nýjustu fréttir sendar í pósthólfið þitt.

Netfang

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun HMS

HMS hefur endurvakið útgáfu á svonefndum Rb-blöðum sem eru tækni- og leiðbeiningablöð um mannvirkjagerð. Viðfangsefni Rb-blaða hafa verið fjölbreytt í gegnum tíðina. Í tilefni útgáfu nýrra blaða endurútgefur HMS eldri blöð í lok hvers mánaðar, það er blöð sem tengjast málefnum líðandi stundar. Rb-blöð mánaðarins í apríl eru tvö og fjalla annars vegar um ryðskemmdir og staðsetningu járna í steyptum útvegg og hins vegar um sprungur í útveggjum steinhúsa, hreyfingar og virkni vatnsfælna gegn leka.

Ryð­skemmd­ir og sprung­ur í út­veggj­um

Komi upp gallar í útveggjum húsa er mikilvægt að bregðast við sem fyrst. Meðal galla geta verið ryðskemmdir í útveggjum vegna þess að járnbending liggur of utarlega eða sprungur sem myndast vegna blöndu af efnis-, umhverfis- og hönnunarlegum þáttum.

Viðgerðir á sprungum er oft kostnaðarsamar og mikilvægt er að vanda vel til verka. Því fyrr sem tekið er á vandamálum því betra.

Meðal lausna til að forðast sprungumyndun í steinsteypu er að nota vatnsfælandi efni sem draga úr því að vatn gangi inn í ósprunginn stein og inn um örsprungur í steini, það er sprungur sem ekki eru of víðar. Ef um ryðskemmdir er að ræða er hægt að fjarlægja skemmda steypu, ryðhreinsa járnið, bera á það ryðvörn og loka svo steypusári. Ef skemmdir eru umfangsmiklar gæti þurft að endurnýja steypustyrktarjárn og viðkomandi steypuhluta.

Póstlisti HMS

Skráðu þig á póstlista HMS og fáðu allar nýjustu fréttir sendar í pósthólfið þitt.

Netfang

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun HMS