24. júní 2024

Rb – blað mánaðarins: Merkingar á gagnvörðu timbri fyrir timburvirki, skjólveggi, girðingar og palla

Póstlisti HMS

Skráðu þig á póstlista HMS og fáðu allar nýjustu fréttir sendar í pósthólfið þitt.

Netfang

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun HMS

HMS mun á næstu mánuðum hefja aftur útgáfu af svonefndum Rb-blöðum, sem eru tækni- og leiðbeiningablöð um mannvirkjagerð. Viðfangsefni Rb-blaða hafa verið fjölbreytt í gegnum tíðina og mun HMS birta blöð í lok hvers mánaðar sem tengjast málefnum líðandi stundar. Rb-blað mánaðarins fjallar í þetta skiptið um merkingar á gagnvörðu timbri.

  • Rb-blað mánaðarins var gefið út í maí 2016 og fjallar um kvarða og merkingar á gagnvörðu timbri fyrir timburvirki, skjólveggi, girðingar og palla. Blaðið má nálgast með því að smella á þennan hlekk
  • Önnur útgefin Rb-blöð má nálgast með því að smella á þennan hlekk

Merk­ing­ar á gagn­vörðu timbri

Þrýstigagnvarið timbur ætlað í garðpalla, skjólgirðingar og fleira má oft þekkja á græna litnum. Þrátt fyrir einsleitni í lit þá er oft munur á vörninni milli vöruflokka. Hann felst aðallega í hversu djúpt gagnvarnarvökvinn nær í viðinn. Sem dæmi þarf gagnvörn að ná dýpra í timbur ætlað í brúarsmíði en í timbur sem notað er í blómapott.

Mikilvægt er að kunna skil á þeim merkingum sem skilgreina hversu djúpt gagnvarnarvökvinn nær inn í timbrið til þess að skilja að fullu eiginleika þrýstigagnvarins timburs.

Það að geta lesið út eiginleika gagnvarins timburs veitir almenningi mikilvægar upplýsingar um viðhaldsþörf timbursins og fyrir hvers konar umhverfisskilyrði gagnvörnin er ætluð.

Póstlisti HMS

Skráðu þig á póstlista HMS og fáðu allar nýjustu fréttir sendar í pósthólfið þitt.

Netfang

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun HMS