27. mars 2024

Rb-blað mánaðarins: Viðhald á steyptum húsum

Póstlisti HMS

Skráðu þig á póstlista HMS og fáðu allar nýjustu fréttir sendar í pósthólfið þitt.

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun HMS

HMS mun á næstu mánuðum hefja aftur útgáfu af svokölluðum Rb-blöðum, sem eru tækni- og leiðbeiningarblöð um mannvirkjagerð. Í tilefni endurútgáfu blaðanna mun HMS endurbirta eldri Rb-blöð mánaðarlega.

Rb-blaðið Viðhald steyptra húsa varð fyrir valinu þar sem sól fer hækkandi og þá er gott að huga að viðhaldi og viðgerðum. Einnig er viðeigandi að velja umfjöllun um viðhald mannvirkja þar sem HMS opnaði fyrir stuttu vefsíðu um lífsferilsgreiningar og líftíma mannvirkja.

Löng og merk saga

Rb-blöðin eiga sér langa og merka sögu. Þau draga nafn sitt af Rannsóknarstofu byggingariðnaðarins sem stofnuð var árið 1965, en fyrsta Rb-blaðið kom út árið 1973.

Um er að ræða tækni- og leiðbeiningarblöð fyrir almenning, húsbyggjendur, iðnaðarmenn og aðra sem koma að mannvirkjagerð og notkun þeirra. Blöðin eru yfirleitt stutt, en þau eru oftast tvær til sex blaðsíður hvert, þó eru einstaka útgáfur lengri. Þau byggja á norskri og danskri fyrirmynd um leiðbeiningarblöð og eru sum hver þýdd en aðlöguð að íslenskum aðstæðum.

Sér­rit

Í inngangi Rb-blaðsins Viðhald steyptra húsa er vísað í sérrit Rb. nr. 69 „Viðhald steyptra húsa“. Talsverður fjöldi sérrita var gefinn út samhliða útgáfu Rb-blaðanna. Sérritin eru alla jafna yfirgripsmeiri og fræðilegri en Rb-blöðin. Mörg þessara sérrita er nú að finna á heimasíðu HMS. Sérritin má nálgast með því að smella á þennan hlekk.

Dæmi um önnur sérrit eru Þakgerðir – ástandskönnun og olíumalarvegir, sem nálgast má með því að smella á þennan hlekk.

Póstlisti HMS

Skráðu þig á póstlista HMS og fáðu allar nýjustu fréttir sendar í pósthólfið þitt.

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun HMS