10. júlí 2025
4. mars 2024
Rafmagnshættur geta leynst í húsum og dreifikerfi í Grindavík
Í ljósi aðstæðna í Grindavík og nágrenni beinir HMS því til íbúa, verktaka og annarra sem á svæðinu eru að fara varlega í umgengni við rafmagn, bæði í rafdreifikerfinu og í húsnæði og öðrum mannvirkjum, sérstaklega ef skemmdir eru sýnilegar. Hér að neðan eru helstu atriði sem vert er að hafa í huga:
- Skemmdir sem ekki er vitað um geta verið á dreifikerfi raforku, s.s. götugreiniskápum og rafstrengjum
- Hætta er á því að raflagnir og búnaður húsa hafi skemmst í jarðhræringum og sé því ekki lengur hæfur til notkunar, á þetta bæði við um fastar raflagnir sem og annan notendabúnað
- Hætta er á að varnarráðstafanir og varnarbúnaður í húsum geti hafa skemmst sem eykur áhættu við notkun rafbúnaðar
- Þegar aðstæður leyfa er eigendum og umráðamönnum ráðlagt að láta löggiltan rafverktaka yfirfara raflagnir og varnarbúnað áður en húsnæðið er tekið aftur í venjulega notkun
Hér fyrir neðan má sjá mynd af skemmdum strengi í skurði. Meiri upplýsingar um hættu vegna mögulega laskaðra innviði í Grindavík má svo finna í tilkynningu HS Veitna, sem nálgast má með því að smella á þennan hlekk.
HMS biður íbúa og aðra aðila á hamfarasvæðinu að fylgjast með tilkynningum frá rafveitum um ástand dreifikerfis þeirra.