1. mars 2024

Opnað hefur verið fyrir umsóknir um stofnframlög

Póstlisti HMS

Skráðu þig á póstlista HMS og fáðu allar nýjustu fréttir sendar í pósthólfið þitt.

Netfang

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun HMS

Opnað hefur verið fyrir umsóknir um stofnframlög í fyrstu úthlutun fyrir árið 2024. Stofnframlögin eru veitt til samfélagssinnaðra leigusala til að byggja eða kaupa almennar leiguíbúðir fyrir tekju- og eignaminni heimili.

Stofnframlög hafa verið veitt til uppbyggingar á nærri 3.500 íbúðum

Frá árinu 2016 þegar lög um almennar íbúðir tóku gildi hafa stjórnvöld úthlutað stofnframlögum upp á rúmlega 40 milljarða til uppbyggingar á 3.486 leiguíbúðum víðsvegar um landið. Heildarfjárfesting í uppbyggingunni nemur um 125 milljörðum króna.

Fjölgun íbúða með stofnframlögum eftir landshlutum

Stofnframlög eru stuðningur í formi eiginfjár sem veitt eru annars vegar fyrir hönd ríkisins í gegnum HMS og hins vegar frá viðkomandi sveitarfélagi þar sem íbúðirnar koma til með að vera staðsettar í.

Markmiðið með stofnframlögum er að fjölga hagkvæmum leiguíbúðum með viðráðanlegan húsnæðiskostnað og bæta húsnæðisöryggi tekju- og eignaminni heimila. Húsnæðiskostnaður á að vera í samræmi við greiðslugetu og að jafnaði ekki umfram fjórðung tekna.

Það eru ýmsar kröfur gerðar til almennra íbúða, sem eru byggðar eða keyptar með stofnframlögum, þær þurfa að uppfylla skilyrði um hagkvæmni t.a.m. stærðarmörk m.t.t. fjölda svefnherbergja. Þessi umgjörð er til þess fallin að lækka leiguverð og skapa aukið húsnæðisöryggi tekju-og eignaminni heimila.

Sótt er um í stofnframlagakerfi HMS á heimasíðu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Innskráning er nú bundin við prókúruhafa lögaðila og aðra einstaklinga sem prókúruhafar hafa veitt heimild til þess að skrá sig inn í stofnframlagakerfið fyrir hönd síns fyrirtækis/félags. Heimildin er veitt með umboðsmannakerfi island.is á Mínar síður á island.is. Prókúruhafi hefur sjálfkrafa aðgang að kerfinu. Hann skráir sig inn með sínum persónulegum rafrænum skilríkjum og smellir á fyrirtækið til að halda áfram inn í kerfið. Með því að smella á þennan hlekk fást leiðbeiningar fyrir að veita öðrum en prókúruhafa aðgang að stofnframlagakerfi HMS.

Fyrirspurnir beinast á stofnframlag@hms.is

Póstlisti HMS

Skráðu þig á póstlista HMS og fáðu allar nýjustu fréttir sendar í pósthólfið þitt.

Netfang

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun HMS