9. febrúar 2024

Opnað fyrir tilnefningar til umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs

Póstlisti HMS

Skráðu þig á póstlista HMS og fáðu allar nýjustu fréttir sendar í pósthólfið þitt.

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun HMS

HMS vekur athygli á tilnefningar til umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs, en í ár munu verðlaunin fara til aðila á Norðurlöndum sem hafa stuðlað að sjálfbærni í byggingariðnaði.

Norðurlandaráð hefur nú greint frá verðlaununum á heimasíðu sinni, en verðlaunaféð nemur 300 þúsund danskra króna. Almenningur mun geta sent inn tillögur að tilnefningum til verðlaunanna til 30. apríl.

Samkvæmt tilkynningu Norðurlandaráðs verður sérstök áhersla lögð á aðlögunarhæfan, endurnýtandi og endurnýjandi arkitektúr. Verðlaunin verða veitt norrænu fyrirtæki, samtökum eða einstaklingi sem með fyrirmyndarvinnubrögðum hefur gert tillit til náttúru og umhverfis að föstum þætti í rekstri sínum eða starfi, eða sem á annan hátt hefur unnið mikilsvert starf fyrir náttúruna og umhverfið.

Umhverfisverðlaun Norðurlandaráðs voru fyrst veitt árið 1995 og markmiðið með þeim er að efla vitund um náttúru- og umhverfisvernd á Norðurlöndum. Þema verðlaunanna er breytilegt frá ári til árs,

Hægt er að senda inn tillögur að tilnefningum til verðlaunanna með því að smella hér.

Póstlisti HMS

Skráðu þig á póstlista HMS og fáðu allar nýjustu fréttir sendar í pósthólfið þitt.

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun HMS