3. júlí 2024

Nýjar lóðir í júní

Póstlisti HMS

Skráðu þig á póstlista HMS og fáðu allar nýjustu fréttir sendar í pósthólfið þitt.

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun HMS

  • Alls voru 73 nýjar lóðir staðfestar í fasteignaskrá í júní um allt land
  • Frá áramótum hafa 626 lóðir verið nýskráðar um allt land, af þeim eru 259 íbúðarhúsalóðir
  • HMS býst við um það bil 2000 til 2500 beiðnum um nýjar lóðir í ár

Alls voru 73 nýjar lóðir staðfestar í fasteignaskrá í júní um allt land. Af þeim voru 16 íbúðarhúsalóðir og 21 sumarbústaðaland. Lóðir skráðar sem annað land eða einfaldlega lóð voru 25 talsins, en líklegast er að þessar lóðir breyti um gerð þegar fram líða stundir og verði þá skráðar sem atvinnu-, sumarhúsa- eða íbúðarlóðir. Ein lóð var skráð sem jörð í júní. Þetta kemur fram í mánaðarlegri tölfræði sem HMS tekur saman úr fasteignaskrá um nýskráningu lóða.

Flest­ar ný­skráð­ar lóð­ir á Ak­ur­eyri frá ára­mót­um

Frá áramótum hafa 626 lóðir verið nýskráðar um allt land, þar af voru langflestar þeirra íbúðarhúsalóðir, eða um 259 talsins. Á árinu hafa verið skráðar 114 sumarhúsalóðir og 69 viðskipta- og þjónustulóðir. Flestar lóðir hafa verið skráðar á Akureyri (79), í Grímsnes- og Grafningshreppi (70) og í Sveitarfélaginu Árborg (59).

Mismunandi er hver gerð lóðanna er í fyrrnefndum sveitarfélögum, en 68 íbúðarhúsalóðir voru skráðar á Akureyri, 65 sumarhúsalóðir í Grímsnes- og Grafningshreppi og 46 íbúðarhúsalóðir í Árborg.

Af­hend­ing­ar á nýj­um lóð­um milli ára

Fasteignaskráning HMS fær beiðni um skráningu nýrra lóða afhent rafrænt frá sveitarfélögum. Á myndinni hér að neðan má sjá gögn um vikulega afhendingu lóða frá árinu 2023, þar sem skráning milli ára er nokkurn vegin jöfn þó aðeins hafi hægt um seinustu vikurnar í ár. HMS býst við um það bil 2000 til 2500 beiðnum um nýjar lóðir í ár.

Póstlisti HMS

Skráðu þig á póstlista HMS og fáðu allar nýjustu fréttir sendar í pósthólfið þitt.

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun HMS