3. júlí 2023

Niðurstöður nýjustu talningar HMS á íbúðum í byggingu

Búast má við 2.843 fullbúnum íbúðum í ár og 2.814 íbúðum á næsta ári. Ný spá gerir ráð fyrir færri fullbúnum íbúðum en fyrri spár.
Búast má við 2.843 fullbúnum íbúðum í ár og 2.814 íbúðum á næsta ári. Ný spá gerir ráð fyrir færri fullbúnum íbúðum en fyrri spár.

Póstlisti HMS

Skráðu þig á póstlista HMS og fáðu allar nýjustu fréttir sendar í pósthólfið þitt.

Netfang

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun HMS

  • Nýjar tölur sýna að framkvæmdir eru hafnar við byggingu á 8.971 íbúð.
  • Meiri fjöldi framkvæmda þar sem framvinda stendur í stað á milli talninga en áður hefur verið mælt.
  • Búast má við 2.843 fullbúnum íbúðum í ár og 2.814 íbúðum á næsta ári. Ný spá gerir ráð fyrir færri fullbúnum íbúðum en fyrri spár.

Samkvæmt nýjustu talningu HMS er uppbygging íbúða mest á höfuðborgarsvæðinu þar sem er 69,7% af öllum íbúðum sem eru í byggingu. Flestar íbúðir eru í byggingu í Reykjavík (2.432 íbúðir) næstflestar eru í Hafnarfirði (1.663 íbúðir) þar sem jafnframt hefur átt sé stað mesta aukningin í fjölda íbúða sem teljast í byggingu á milli talninga. Utan höfuðborgarsvæðisins eru flestar íbúðir í byggingu í sveitarfélaginu Árborg (605 íbúðir) og Akureyri (286 íbúðir).

Fjöldi íbúða í byggingu eftir svæðum.

Mikil aukning er á fjölda íbúða þar sem framvinda helst óbreytt á milli talninga. Mest er aukningin á framvindustigi 4. Ef framkvæmdir eru lengi á sama framvindustigi getur það verið vísbending um að hægt hafi verið á framkvæmdum og á það sérstaklega við um framvindustig 1 (jarðvinna hafin), framvindustig 2 (undirstöður tilbúnar) og framvindustig 4 (fokhelt mannvirki) þar sem yfirleitt má vænta þess að framvinda teljist á næsta framvindustigi á þeim 6 mánuðum sem að jafnaði eru á milli talninga. Flestar íbúðirnar með óbreytta framvindu eru á höfuðborgarsvæðinu en á við á öllum landssvæðum.

 

+Obreytt framvinda á milli talninga.

Samkvæmt spá HMS sem byggir á talningunni þá má vænta þess að samdráttur verði í fullbúnum á næstu árum. Nýja spáin gerir ráð fyrir að 5.657 íbúðir verði fullbúnar í ár og á því næsta á meðan fyrri spá gerði ráð fyrir að þær yrðu 6.375 talsins.

Fjöldi fullbúinna íbúða á ári og spá um fjölda fullbúinna íbúða.

Greining á niðurstöðum marstalningar 2023

Sjá ítarlegri greiningu HMS á niðurstöðum talningarinnar í viðhengi með nánari tölum um framvindu og fjölgun íbúða.

Póstlisti HMS

Skráðu þig á póstlista HMS og fáðu allar nýjustu fréttir sendar í pósthólfið þitt.

Netfang

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun HMS