14. mars 2025

Námskeið í mannauðsstjórnun fyrir stjórnendur slökkviliða

Póstlisti HMS

Skráðu þig á póstlista HMS og fáðu allar nýjustu fréttir sendar í pósthólfið þitt.

Netfang

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun HMS

Dagana 12.-13. mars fór fram námskeið á vegum Brunamálaskólans fyrir stjórnendur slökkviliða. Á námskeiðinu, sem haldið var á Laugarbakka í Miðfirði, var farið yfir lykilþætti á sviði mannauðsstjórnunar. Í heildina voru 37 stjórnendur frá 25 slökkviliðum, frá öllum landshlutum, sem sóttu námskeiðið.

Leiðbeinandi námskeiðsins var Gylfi Dalmann Aðalsteinsson, prófessor í mannauðsstjórnun við Háskóla Íslands. Gylfi hefur áratuga reynslu af kennslu og er einn helsti sérfræðingur landsins í mannauðsstjórnun.

Á námskeiðinu var farið yfir hlutverk stjórnenda og leiðtoga, mikilvægi vinnustaðamenningar og hvernig hægt er að byggja upp jákvætt starfsumhverfi. Einnig var farið yfir lykilþætti breytingarstjórnunar og þá verkferla sem hægt er að styðjast við innleiðingar á breytingum. Þá var fjallað um mikilvægi árangursríkrar liðsheildar og hvernig stjórnendur geta unnið að því að efla teymi sín. Verkefnavinna var mikilvægur hluti námskeiðsins, þar sem þátttakendum gafst tækifæri til að vinna saman að úrlausnarefnum sem tengjast þeirra störfum.

Til viðbótar við námskeiðið kynnti Birgir Finnsson, varaslökkviliðsstjóri SHS og fulltrúi slökkviliðsstjóra í fagráði Brunamálaskólans, fyrir þátttakendum námskeiðsins hvernig Brunamálaskólinn er að móta nám fyrir stjórnendur slökkviliða á vettvangi.

Almenn ánægja var með námskeiðið og töldu þátttakendur efnið vera gagnlegt og hagnýtt fyrir þeirra störf.

Brunamálaskólinn þakkar Gylfa og þátttakendum kærlega fyrir samstarfið og þátttöku í kringum námskeiðið og stefnt er að því að gera námskeið sem þessi að reglulegum þætti í starfsemi skólans.

Hér má sjá fleiri myndir af námskeiðinu:

Póstlisti HMS

Skráðu þig á póstlista HMS og fáðu allar nýjustu fréttir sendar í pósthólfið þitt.

Netfang

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun HMS