9. janúar 2024

Mýrdalshreppur staðfestir húsnæðisáætlun fyrir árið 2024

Póstlisti HMS

Skráðu þig á póstlista HMS og fáðu allar nýjustu fréttir sendar í pósthólfið þitt.

Netfang

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun HMS

  • Fólksfjölgun á Vík mun meiri en spár gerðu ráð fyrir.
  • Íbúðum í byggingu í Mýrdalshreppi fjölgar um nærri 80% á milli talninga HMS.
  • Mýrdalshreppur ætlar að skapa skilyrði svo byggðar verði um 20 nýjar íbúðir á ári og 94 íbúðir næstu 5 ár.

Mýrdalshreppur staðfesti fyrst sveitarfélaga endurskoðun á húsnæðisáætlun sveitarfélagsins fyrir árið 2024. Mikill uppgangur hefur verið á Vík undanfarin ár og eru íbúar nú orðnir 976 talsins. Íbúum hefur fjölgað um 98 á árinu sem er rúmlega 11% fjölgun en á síðustu tveimur árum hefur íbúum fjölgað um nærri 20%. Húsnæðisáætlun Mýrdalshrepps fyrir árið 2023 áætlaði, skv. miðspá, að íbúar yrðu 924 í lok árs 2023 sem er talsvert minna en rauntölur og sýnir það mikilvægi árlegrar endurskoðunar og eftirfylgni með húsnæðisáætlun sveitarfélaga.

Samkvæmt endurskoðaðri húsnæðisáætlun Mýrdalshrepps er áætlað að þörf verði fyrir um 19 íbúðir á ári, 94 íbúðir næstu 5 ár og 190 íbúðir næstu 10 ár sem yrði fjölgun um 10% frá fyrri áætlun á fyrri hluta tímabilsins en nánast sami fjöldi sé litið til 10 ára.

Í talningu HMS voru 25 íbúðir í byggingu í september sl. samanborið við 14 íbúðir í mars sem er nærri 80% fjölgun á milli talninga. Flestar íbúðirnar voru á fyrri framvindustigum og sé litið til spá HMS um fullbúnar íbúðir þá líkt og síðastliðin ár munu fullbúnar íbúðir ekki mætta áætlaðri íbúðaþörf sveitarfélagsins og því þörf fyrir að fjölga íbúðum í byggingu.

Mýrdalhreppur ætlar með auknu lóðarframboði að skapa skilyrði til þess að hægt verði að byggja í samræmi við áætlaða íbúðaþörf samkvæmt húsnæðisáætlun og hefur nú skipulagt lóðir fyrir 286 íbúðir. Á næstu 5 árum stefnir sveitarfélagið á að skapa skilyrði til að úthluta byggingarhæfum lóðum fyrir allt að 194 íbúðir svo lóðaframboð mæti vel áætlaðri íbúðaþörf. Meirihluti lóðanna eru á framtíðarsvæðum en unnið er að skipulagsgerð svo hægt verði að úthluta lóðunum á næstunni.

Póstlisti HMS

Skráðu þig á póstlista HMS og fáðu allar nýjustu fréttir sendar í pósthólfið þitt.

Netfang

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun HMS