23. apríl 2025
6. október 2020
Mikill samdráttur í byggingu húsnæðis undirstrikar mikilvægi hlutdeildarlána
Útgáfuáætlun
Hér má sjá útgáfuáætlun HMS
Samkvæmt nýjustu talningu Samtaka Iðnaðarins sem kom út í dag (sjá hér) má merkja mikinn samdrátt íbúða í byggingu, einkum á fyrstu byggingarstigum. Samkvæmt talningunni eru um 4.946 íbúðir í byggingu á höfuðborgarsvæðinu og í nágrannasveitarfélögum en voru um 6.005 í hausttalningunni fyrir ári síðan. Þetta samsvarar um 18% samdrætti. Sérstaka athygli vekur að sérbýli í byggingu hefur fækkað um 67% frá því í mars á þessu ári.
Samkvæmt nýjustu talningu Samtaka Iðnaðarins sem kom út í dag (sjá hér) má merkja mikinn samdrátt íbúða í byggingu, einkum á fyrstu byggingarstigum. Samkvæmt talningunni eru um 4.946 íbúðir í byggingu á höfuðborgarsvæðinu og í nágrannasveitarfélögum en voru um 6.005 í hausttalningunni fyrir ári síðan. Þetta samsvarar um 18% samdrætti. Sérstaka athygli vekur að sérbýli í byggingu hefur fækkað um 67% frá því í mars á þessu ári.
Ef skoðaður er fjöldi íbúða á fyrstu byggingarstigum, þ.e. að fokheldu, sést að um 41% samdráttur er frá hausttalningunni fyrir ári síðan en um 17% samdráttur síðan í mars á þessu ári. Ef farið er lengra aftur í tímann og miðað við talninguna í mars á seinasta ári þá mælist enn meiri samdráttur og hefur íbúðum á fyrstu byggingarstigum fækkað um 52% frá þeim tíma.
Niðurstöðurnar benda til þess að talsvert færri fullgerðar íbúðir muni koma inn á markaðinn á næstu árum. Samkvæmt spá Samtaka Iðnaðarins gætu um 1.986 íbúðir verið fullgerðar á höfuðborgarsvæðinu og í nágrannasveitarfélögum á árinu 2021 og um 1.923 árið 2022. Í báðum tilfellum er um að ræða töluverðan samdrátt frá spá SI í september í fyrra.
Miðað við grunnspá HMS um íbúðaþörf til lengri tíma þyrfti að byggja um 1.800 íbúðir á hverju ári um land allt til ársins 2040 til að mæta íbúðaþörf landsmanna. Það er því útlit fyrir að fjöldi fullgerðra íbúða á næstu tveimur árum á höfuðborgarsvæðinu og í nágrannasveitarfélögum verði rétt yfir þeim viðmiðum. Verði áframhaldandi samdráttur á byggingu nýrra íbúða þá er útlit fyrir að óuppfyllt íbúðaþörf muni aukast.
Þessi samdráttur er í samræmi við nýjustu tölur sem liggja fyrir hjá Hagstofunni um stöðuna í bygggingariðnaði. Tölur um íbúðafjárfestingu, veltu í byggingariðnaði og fjölda starfandi í greininni sýna töluverðan samdrátt á milli ára eins og sést á myndunum hér fyrir neðan. Í ágúst mældist 10% samdráttur á fjölda starfandi í byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð og velta í flokknum bygging húsnæðis og þróun byggingarverkefna hafði dregist saman í maí-júní um rúm 16% að raunvirði miðað við sama tímabil í fyrra. Á öðrum ársfjórðungi hafði íbúðafjárfesting dregist saman að raunvirði um 21% miðað við sama tímabil í fyrra.
Haldi samdráttur á íbúðum í byggingu á fyrri byggingarstigum áfram gæti fjöldi fullgerðra íbúða dregist verulega saman á næstu árum. Nýsamþykkt lög um hlutdeildarlán munu hafa hvetjandi áhrif á íbúðauppbyggingu á næstu árum sem geta vegið á móti þessum samdrætti þannig að áfram verði byggt í samræmi við íbúðaþörf.
Útgáfuáætlun
Hér má sjá útgáfuáætlun HMS