23. desember 2024
30. maí 2023
Mánaðarskýrsla hagdeildar HMS fyrir maí 2023
Útgáfuáætlun
Hér má sjá útgáfuáætlun HMS
Vextir halda áfram að hækka en íbúðaverð virðist nokkuð stöðugt
- Útgefnir kaupsamningar um íbúðarhúsnæði voru 662 á landinu í apríl miðað við árstíðaleiðréttar tölur. Þeir voru jafnmargir í febrúar en í mars voru þeir nokkru fleiri eða 680.
- Í apríl seldust 13,0% íbúða á höfuðborgarsvæðinu yfir ásettu verði samanborið við 13,6% í mars.
- Meðalkaupverð sérbýla hefur sveiflast mikið undanfarið. Það var um 118 m.kr. í apríl samanborið við 106 m.kr. í febrúar en það hafði einnig verið 118 m.kr. í september síðastliðnum.
- Breytilegir óverðtryggðir vextir viðskiptabankanna eru á fyrsta veðrétti á bilinu 9-9,34% og hafa þeir nú allir brugðist við þarsíðustu stýrivaxtahækkun en hjá lífeyrissjóðunum eru slíkir vextir á bilinu 7,65-9,05%.
- Hrein ný útlán með veð í íbúð námu 8,1 m.a. kr. í mars samanborið við 7,1 m.a. kr. í febrúar en fyrir það höfðu hrein ný útlán ekki verið jafn lítil síðan á vormánuðum 2016 ef miðað er við fast verðlag.
- Hlutur byggingarstarfsemi og mannvirkjagerðar nam 7,2% af landsframleiðslu í fyrra samanborið við 7,1% árið áður en hlutfallið hafði verið hærra árin 2017-2020.
- Á fyrsta ársfjórðungi þessa árs fjölgaði íbúum um 3.030 og frá því í ársbyrjun 2022 hefur íbúðum fjölgað um 14.830.
Greiðslubyrði óverðtryggðra lána gæti hækkað um 8%
Undanfarið hafa óverðtryggðir íbúðalánavextir hækkað jafn mikið og stýrivextir og því má búast við að þeir verði á bilinu 10,25-10,59% hjá viðskiptabönkunum eftir að þeir bregðast við stýrivaxtahækkuninni frá því í síðustu viku. Gangi það eftir má búast við að greiðslubyrði af 40. m.kr. óverðtryggðu láni til 40 ára verði 326.200 kr. í stað 303.300 kr. nú sem gerir 7,9% hækkun. Í byrjun júní 2022 var greiðslubyrði af slíku láni 203.000 kr. Greiðslubyrði af verðtryggðu láni til 25 ára er 185.100 eða 43% lægri. Af verðtryggðu láni til 40 ára er greiðslubyrði 157.800 kr. sem er nærri 58% lægra en á 40 ára óverðtryggðu láni.
Íbúðaverð nokkuð stöðugt
Íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 0,8% á milli mánaða í apríl og hefur því hækkað um 2,6% á síðustu 3 mánuðum. Þar af hækkuðu íbúðir í fjölbýli um 0,5% en sérbýli um 1,7%. Þriggja mánaða hækkun sérbýlis mælist því nú 4,9%. Í nágrannasveitarfélögum höfuðborgarsvæðisins hækkaði íbúðaverð um 0,7% á milli mánaða og þar er þriggja mánaða breytingin 6,2% og annars staðar á landinu hækkaði íbúðaverð um 1,4% á milli mánaða og hefur hækkað um 1,7% á þremur mánuðum.
Mánaðarskýrsluna í heild sinni má nálgast hér
Útgáfuáætlun
Hér má sjá útgáfuáætlun HMS