21. desember 2023

Mánaðarskýrsla hagdeildar HMS fyrir desember 2023

Póstlisti HMS

Skráðu þig á póstlista HMS og fáðu allar nýjustu fréttir sendar í pósthólfið þitt.

Netfang

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun HMS

  • Staða á byggingarmarkaði versnar. Minna er flutt inn af byggingarhráefnum, skuldsetning byggingarverktaka eykst og mikil fjölgun gjaldþrota í byggingariðnaði. Í október voru gjaldþrotin 34 talsins og til þessa á árinu hafa 240 fyrirtæki orðið gjaldþrota í byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð en í fyrra voru gjaldþrotin 86 talsins. Nýskráningar standa í stað milli ára en um 50 fyrirtæki hafa að meðaltali verið nýskráð á mánuði í byggingariðnaði það sem af er ári.
  • Á föstu verðlagi er velta á markaði meiri nú en fyrir ári og annan mánuðinn í röð eru kaupsamningar fleiri en á árinu 2022.
  • Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 0,1% á milli mánaða í nóvember. Síðastliðna þrjá mánuði hefur vísitalan hækkað um 2,5% og síðastliðna tólf mánuði hefur vísitalan hækkað um 3,4%.
  • Sölutími lítilla íbúða (0-2 herbergi) hefur styst samfellt frá apríl á þessu ári.
  • Nú eru um 3.700 íbúðir til sölu og heldur þeim áfram að fjölga og þar af eru rúmlega 2.300 þeirra á höfuðborgarsvæðinu.
  • Uppgreiðslur óverðtryggðra lána halda áfram og eru nú meiri en þegar uppgreiðslur verðtryggðra lána voru mestar eftir vaxtalækkanir árin 2020-2021.

 

Nýj­ar íbúð­ir í dag minni en áður

Söluverð á fermetra á nýjum íbúðum á höfuðborgarsvæðinu var 801 þús. kr. í október. Á höfuðborgarsvæðinu hefur munur milli fermetraverðs nýrra íbúða og annarra íbúða aukist undanfarin þrjú ár á sama tíma og meðalstærð nýrra íbúða hefur minnkað. Svipaða sögu er að segja af þróun fermetraverðs í nágrenni höfuðborgarsvæðisins.

Þróun á meðalstærð nýbyggðra íbúða kann að útskýra að einhverju leyti hvers vegna fermetraverð þeirra hefur hækkað eins og raun ber vitni. Fermetraverð íbúða er mismunandi eftir stærð og er að meðaltali hærra á minni íbúðum. Á höfuðborgarsvæðinu hefur meðalstærð nýrra íbúða farið úr því að vera rúmlega 100 fm. árin 2019 - 2022 í um 90 fm. á þessu ári.

Mik­il fjölg­un gjald­þrota í bygg­ing­ar­iðn­aði

Í október urðu 34 fyrirtæki í byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð gjaldþrota og var þetta fjórði mánuðurinn á árinu sem gjaldþrotin voru fleiri en 30. Fyrir þetta ár og frá 2012 hafði fjöldi þeirra einungis einu sinni farið yfir 30 í sama mánuðinum. Til þessa á árinu hafa 240 fyrirtæki orðið gjaldþrota í byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð en alls voru gjaldþrotin 86 á öllu árinu 2022. Þó hefur hægst á gjaldþrotum fyrirtækja í byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð en á fyrri hluta þessa árs voru samtals 186 fyrirtæki gjaldþrota. Á sama tíma standa nýskráningar í stað milli ára en um 50 fyrirtæki hafa að meðaltali verið nýskráð á mánuði í byggingariðnaði það sem af er ári.

Mánaðarskýrsluna í heild sinni má nálgast hér

Póstlisti HMS

Skráðu þig á póstlista HMS og fáðu allar nýjustu fréttir sendar í pósthólfið þitt.

Netfang

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun HMS