1. mars 2023

Lögbýlaskrá 2022 er komin út

Póstlisti HMS

Skráðu þig á póstlista HMS og fáðu allar nýjustu fréttir sendar í pósthólfið þitt.

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun HMS

Lögbýlaskrá fyrir árið 2022 er komin út en skráin er gefin út árlega fyrir allt landið á grundvelli upplýsinga úr þinglýsingabók og fasteignaskrá. Útgáfan er á vegum Matvælaráðuneytisins en ráðuneytinu er heimilt að fela öðrum aðila að annast gerð lögbýlaskrárinnar.

Frá árinu 2010 hafði Þjóðskrá Íslands það hlutverk að gefa út lögbýlaskrána þar sem haldið er utan um hana í réttindahluta fasteignaskrár. Í fyrra fluttist starfsemi fasteignaskrár frá Þjóðskrá Íslands til Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar sem annast nú útgáfu lögbýlaskrár.

Samkvæmt jarðalögum teljast þau lögbýli sem hafa fengið útgefið sérstakt leyfi frá ráðherra um lögbýlisrétt og skal því leyfi þinglýst. Við þinglýsinguna fær viðkomandi eign sérstaka merkingu í þinglýsingarhluta fasteignaskrár og birtist í næstu lögbýlaskrá. 

Í lögbýlaskránni sem nú hefur verið gefin út er að finna upplýsingar um 6.779 lögbýli sem skráð eru á landinu í dag. Skráin er gerð aðgengileg með hefðbundnum hætti á PDF en einnig er hægt að hlaða henni niður sem CSV.

Lögbýlaskrá 2022 má finna hér á PDF-formi og hér á CSV-formi.

 

Póstlisti HMS

Skráðu þig á póstlista HMS og fáðu allar nýjustu fréttir sendar í pósthólfið þitt.

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun HMS