15. apríl 2025
20. júlí 2021
Lækka leigu: „Svona virkar óhagnaðardrifið leigufélag“
Útgáfuáætlun
Hér má sjá útgáfuáætlun HMS
Skrifað var í morgun undir viljayfirlýsingu um fjármögnun Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (HMS) til íbúðafélagsins Bjargs. Í kjölfarið hyggst Bjarg lækka leigu stórs hóps leigjenda sinna frá og með 1. september næstkomandi. Lækkunin nemur allt að 35.000 kr. á mánuði.
Um er að ræða hagstæða nýja langtímafjármögnun á lánum félagsins hjá HMS í kjölfar þess að niðurstaða náðist í ríkisstjórn um framtíðarfyrirkomulag lánveitinga stofnunarinnar á samfélagslegum forsendum til byggingar og kaupa á íbúðum.
Björn Traustason, framkvæmdarstjóri Bjargs sagði að þessu tilefni að ástæða lækkuninarinnar væru bætt kjör á lánsfé og að allir leigjendur Bjargs fái lækkun; „svona virkar óhagnaðardrifið leigufélag eins og okkar, að ef okkar kostnaður lækkar þá njóta leigutakarnir þess óháð því hvaða upphæð kemur fram í leigusamningnum.“
Undirritunin fór fram við Móaveg í Grafarvogi, þar sem fyrsta íbúð Bjargs var afhent fyrir tveim árum, og voru það félags- og barnamálaráðherra, framkvæmdastjóri Bjargs leigufélags, og aðstoðarforstjóri HMS sem undirrituðu viljayfirlýsinguna.
Útgáfuáætlun
Hér má sjá útgáfuáætlun HMS