4. júlí 2024

Íbúðum í byggingu fjölgar um 10 prósent í Reykjavíkurborg

Póstlisti HMS

Skráðu þig á póstlista HMS og fáðu allar nýjustu fréttir sendar í pósthólfið þitt.

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun HMS

Í júní voru 2.502 íbúðir í byggingu í Reykjavíkurborg, sem er fjölgun um tæp 10 prósent frá því í mars síðastliðnum þegar 2.283 íbúðir voru í byggingu. Þetta kemur fram í nýjustu talningu HMS á íbúðum í byggingu. Meirihluti íbúðanna eru á fyrri framvindustigum en um 60 prósent þeirra eru ekki orðnar fokheldar. 

Nýjar framkvæmdir sem hafa farið af stað frá því í mars telja 429 íbúðir. Meðal stærri verkefna er uppbygging við Eirhöfða 1, þar sem 139 íbúðir eru í byggingu, og við Gjúkabryggju 10-14, þar sem 103 íbúðir eru í byggingu. Á móti eru 210 íbúðir sem hafa verið teknar í notkun frá því í mars og eru þ.a.l. ekki lengur taldar meðal íbúða í byggingu.

Í póstnúmeri 105 eru flestar íbúðir í byggingu eða 571 talsins og má þar helst nefna uppbyggingu á Orkureitnum og Heklureitnum. Í miðbænum (póstnúmer 101) eru 490 íbúðir í byggingu en meirihluta þeirra má finna á Héðinsreit og Steindórsreit. Í póstnúmeri 110, hjá Ártúnshöfða og Árbæ, eru 338 íbúðir í byggingu en líkt og fyrr segir fóru stórar framkvæmdir nýlega af stað á Eirhöfða og Gjúkabryggju.

Íbúða­þörf síð­asta árs ekki upp­fyllt

Á síðasta ári var áætluð þörf fyrir 2.562 íbúðir á höfuðborgarsvæðinu samkvæmt húsnæðisáætlunum sveitarfélaganna en aðeins 2.069 íbúðir voru fullbúnar á árinu. Þrjú sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu náðu að uppfylla þörf með nýjum fullbúnum íbúðum en það voru Garðabær, Hafnarfjarðarkaupstaður og Seltjarnarnesbær. Þess má geta að raunveruleg íbúafjölgun á höfuðborgarsvæðinu í fyrra var umfram það sem gert var ráð fyrir í húsnæðisáætlunum sveitarfélaganna. Á myndinni fyrir neðan má sjá áætlaða íbúðaþörf og fjölda fullbúinna íbúða í hverju sveitarfélagi á höfuðborgarsvæðinu fyrir árið 2023.

Íbúð er talin fullbúin þegar hún fer á matsstig 7 eða 8. Áætluð íbúðaþörf kemur frá húsnæðisáætlun hvers sveitarfélags fyrir tiltekið ár

Samkvæmt endurskoðuðum húsnæðisáætlunum fyrir árið 2024 er áætluð þörf fyrir 2.494 íbúðir á höfuðborgarsvæðinu í ár. Það sem af er ári eru nýjar fullbúnar íbúðir á höfuðborgarsvæðinu 1.015 talsins sem er um 41 prósent af áætlaðri íbúðaþörf þegar árið er u.þ.b. hálfnað. Á myndinni fyrir neðan má sjá áætlaða íbúðaþörf og fjölda fullbúinna íbúða í hverju sveitarfélagi á höfuðborgarsvæðinu fyrir árið 2024.

Íbúð er talin fullbúin þegar hún fer á matsstig 7 eða 8. Áætluð íbúðaþörf kemur frá húsnæðisáætlun hvers sveitarfélags fyrir tiltekið ár.

*Íbúð er talin fullbúin þegar hún fer á matsstig 7 eða 8. Áætluð íbúðaþörf kemur frá húsnæðisáætlun hvers sveitarfélags fyrir tiltekið ár

Póstlisti HMS

Skráðu þig á póstlista HMS og fáðu allar nýjustu fréttir sendar í pósthólfið þitt.

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun HMS