16. apríl 2025
4. október 2023
Íbúð ónýt eftir bruna í rafhlaupahjóli
Útgáfuáætlun
Hér má sjá útgáfuáætlun HMS
Rétt fyrir hálf þrjú í nótt fékk Slökkvilið Höfuðborgarsvæðisins tilkynningu um eld í rafhlaupahjóli í fjölbýlishúsi í Hafnarfirði. Þegar slökkviliðiið mætti á staðinn var íbúðin orðin alelda og var 3 einstaklingum bjargað af svölum íbúðarinnar. Eins og sjá má á myndunum er íbúðin gjörónýt. Við minnum en og aftur fólk á að nota rétt hleðslutæki fyrir hlaupahjólin og hlaða þau einungis á flötu óbrennanlegu undirlagi. Ekki hlaða þau ekki nema einhver sé vakandi yfir hjólunum og alls ekki í íbúðarrýmum.
Rafhlaupahjól innihalda liþíum rafhlöður og þarf að hafa vara á við hleðslu þessara rafhlaðna.
Allir helstu fjölmiðlar landsins hafa fjallað um brunann.
Útgáfuáætlun
Hér má sjá útgáfuáætlun HMS