23. desember 2024
6. febrúar 2024
Húsnæðisstuðningur til Grindvíkinga eykst og gildir lengur
Útgáfuáætlun
Hér má sjá útgáfuáætlun HMS
Með nýrri lagasetningu sem tók gildi um síðustu mánaðarmót hefur Alþingi breytt sértækum húsnæðisstuðningi til Grindvíkinga. Breytingarnar fela í sér lengri gildistíma stuðningsins, hærra hlutfall niðurgreidds húsnæðiskostnaðar og hærri hámarksstuðning fyrir hver heimili.
Gildistími húsnæðisstuðningsins til Grindvíkinga er nú til 31. ágúst samkvæmt nýju lögunum, í stað 29. febrúar. Nýju lögin hækka einnig hámarkshlutfall sértæks húsnæðisstuðnings af húsnæðiskostnaði, en nú getur stuðningurinn numið 90 prósentum af húsnæðiskostnaði hvers heimilis í stað 75 prósenta.
Hámarksfjárhæðir húsnæðisstuðningsins hafa einnig hækkað með lagabreytingunni, en þær eru nú fimmtungi hærri en þær voru fyrir heimili með 1-4 heimilismeðlimum. Hámarksgreiðslur fyrir heimili með 5 heimilismeðlimum hækka hins vegar um 30 prósent og heimili með 6 eða fleiri heimilismeðlimum hafa hækkað um 40 prósent.
Súluritið hér að ofan sýnir breytinguna í hámarksstuðningi til grindvískra heimila eftir stærð heimilanna með nýju lagabreytingunum. Þar sést að hámarksupphæð stuðnings til heimila með 6 eða fleiri heimilismeðlimi nemi nú um 350 þúsund krónum, miðað við um 250 þúsund krónur fyrir lagabreytingu.
Hægt er að skoða sértækan húsnæðisstuðning til Grindavíkur á hvert heimili samkvæmt núgildandi lögum með uppfærðri reiknivél sem finna má á island.is.
Útgáfuáætlun
Hér má sjá útgáfuáætlun HMS