13. ágúst 2021

HMS stígur 2. skrefið í Grænu skrefunum

Póstlisti HMS

Skráðu þig á póstlista HMS og fáðu allar nýjustu fréttir sendar í pósthólfið þitt.

Netfang

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun HMS

Í sumar náðu starfsstöðvar HMS á Sauðarkróki og Reykjavík 2. skrefinu í verkefninu Græn skref í ríkisrekstri, sem Umhverfisstofnun stýrir af miklum sóma. Þeim áfanga var fagnað í vikunni á báðum stöðum.

Í sumar náðu starfsstöðvar HMS á Sauðarkróki og Reykjavík 2. skrefinu í verkefninu Græn skref í ríkisrekstri, sem Umhverfisstofnun stýrir af miklum sóma. Þeim áfanga var fagnað í vikunni á báðum stöðum.

Aðgerðirnar í 2. skrefi voru 40 talsins. Þannig samþykkti stjórn HMS umhverfis- og loftslagsstefnu fyrir stofnunina, gerð var innkaupagreining, óskað var eftir upplýsingum frá birgjum um umhverfisvæna valkosti, boðið var upp á fræðslu fyrir starfsfólk um vistakstur, leiðbeiningar voru gerðar um notkun fjarfundaforrita og margt fleira. Við hlökkum mikið til að halda áfram á grænu vegferðinni; stefnt er að því að klára skrefin fimm fyrir næstu áramót.

 

Póstlisti HMS

Skráðu þig á póstlista HMS og fáðu allar nýjustu fréttir sendar í pósthólfið þitt.

Netfang

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun HMS