19. júní 2020

HMS klárar fyrsta Græna skrefið

Póstlisti HMS

Skráðu þig á póstlista HMS og fáðu allar nýjustu fréttir sendar í pósthólfið þitt.

Netfang

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun HMS

Í mars síðastliðnum hóf Húsnæðis- og mannvirkjastofnun þátttöku sína í verkefninu Græn skref í ríkisrekstri. Í dag fögnuðum við fyrsta áfanga verkefnisins, þegar við fengum staðfestingu á því að fyrsta græna skrefinu væri formlega lokið á starfsstöðvum HMS í Reykjavík og á Sauðárkróki. Við hlökkum til að ná enn frekari árangri í að gera starfsemi okkar grænni og vænni.

Í mars síðastliðnum hóf Húsnæðis- og mannvirkjastofnun þátttöku sína í verkefninu Græn skref í ríkisrekstri. Í dag fögnuðum við fyrsta áfanga verkefnisins, þegar við fengum staðfestingu á því að fyrsta græna skrefinu væri formlega lokið á starfsstöðvum HMS í Reykjavík og á Sauðárkróki. Við hlökkum til að ná enn frekari árangri í að gera starfsemi okkar grænni og vænni.

Verkefnið Græn skref í ríkisrekstri er stýrt af Umhverfisstofnun. Um 90 stofnanir taka þátt í verkefninu en það felst í innleiðingu hátt í 150 vistvænna aðgerða í fimm skrefum, m.a. í tengslum við innkaup, minni sóun og samgöngur. Nánari upplýsingar um Grænu skrefin má finna á graenskref.is

Póstlisti HMS

Skráðu þig á póstlista HMS og fáðu allar nýjustu fréttir sendar í pósthólfið þitt.

Netfang

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun HMS