23. janúar 2023

HMS hættir innheimtu rafveitueftirlitsgjalds vegna yfireftirlits með rafveitum

Póstlisti HMS

Skráðu þig á póstlista HMS og fáðu allar nýjustu fréttir sendar í pósthólfið þitt.

Netfang

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun HMS

Ákveðið hefur verið að frá og með 1. janúar 2023 verði hætt innheimtu rafveitueftirlitsgjalds sem byggt hefur á lögum um öryggi raforkuvirkja, neysluveitna og raffanga og reglugerð um raforkuvirki.

Ákveðið hefur verið að frá og með 1. janúar 2023 verði hætt innheimtu rafveitueftirlitsgjalds sem byggt hefur á lögum um öryggi raforkuvirkja, neysluveitna og raffanga og reglugerð um raforkuvirki.

Ákvörðunin byggir á dómi Landsréttar í máli nr. 744/2020 þar sem innheimta gjalds af eftirlitsskyldum rafföngum var ekki talin hafa fullnægjandi lagastoð og þar með dæmd ólögmæt. Innheimta HMS á rafveitueftirlitsgjaldi byggir á sömu lagaheimild og gjaldtökunni því hætt á grundvelli þess fordæmis sem dómurinn skapaði.

Unnið er að endurgreiðslu rafveitueftirlitsgjaldsins til rafveitna í samræmi við ákvæði laga nr. 150/2019.

HMS vill taka fram að til stendur að endurskoða ákvæði um rafveitueftirlitsgjald í framangreindum lögum og reglugerð og því kann umrætt gjald að vera lagt á að nýju.

Póstlisti HMS

Skráðu þig á póstlista HMS og fáðu allar nýjustu fréttir sendar í pósthólfið þitt.

Netfang

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun HMS