3. maí 2024

HMS fer í átaksverkefni í brunavörnum eldri timburhúsa

Póstlisti HMS

Skráðu þig á póstlista HMS og fáðu allar nýjustu fréttir sendar í pósthólfið þitt.

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun HMS

Húsnæðis- og mannvirkjastofnun mun á næstunni senda út spurningakönnun til eigenda allra eigenda timburhúsa sem byggð eru fyrir 1998 um brunavarnir húsanna. Spurningakönnunin er  liður í átaksverkefni sem HMS stendur í til að efla brunavarnir eldri timburhúsa.

HMS hefur unnið spurningakönnunina með Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins (SHS) og nær hún til allra húsa sem eru byggð úr timbri eða timbri og steypu. Spurningakönnunin inniheldur tólf spurningar og verður hún send í gegnum Ísland.is.

Sam­ráðs­vett­vang­ur stofn­að­ur eft­ir elds­voð­ann á Bræðra­borg­ar­stíg

Þann 25. júní árið 2020 var eldsvoði á Bræðraborgarstíg 1 þar sem þrír létu lífið. Húsið var timburhús byggt árið 1910, það var ekki hannað með tilliti til bruna og brunavarnir í húsinu voru litlar sem engar.

Í kjölfar eldsvoðans var myndaður samráðsvettvangur um brunavarnir í íbúðum og öðru húsnæði þar sem fólk hefur búsetu. Í skýrslu hópsins komu fram tillögur um úrbætur á brunavörnum og voru skipaðir starfshópar til að útfæra og fylgja eftir tillögunum.

Eldri timb­ur­hús hafa tak­mark­að­ar bruna­varn­ir

Mörg eldri hús, sérstaklega timburhús, eru ekki byggð með nútíma brunahönnun í huga, sem skilur þau eftir með takmarkaðar brunavarnir. Þessi hús búa yfir aukinni áhættu þar sem þau eru oft gerð úr byggingarefnum sem uppfylla ekki nútímakröfur um brunavarnir sem íbúar eru oft á tíðum ekki meðvitaðir um. Til að mæta þessum áskorunum tók ein tillagan mið af því að auka brunavarnir í eldri timburhúsum með  átaksverkefni í formi fræðslu til íbúa og skjalfestingu brunavarna í þeim tilgangi að tryggja öryggi.

Hægt er að nálgast upplýsingar um brunavarnir heimila á heimasíðunni vertueldklár.is

Ásamt spurningakönnuninni fylgir fræðsla um brunavarnir heimilisins.  Það er mikilvægt að fræða eigendur um brunavarnir og hvað þeir geta gert til að lágmarka hættuna á eldsvoða eða hindra að eldur breiðist út. HMS heldur úti forvarnar- og fræðslusíðunni vertueldklar.is sem býður upp á ítarlega fræðslu um brunavarnir. Einnig verður farið í sérstakt fræðsluátak vegna brunavarna í eldri timburhúsum. Markmiðið með þessu átaki er að ná til húseigenda, leigjenda, smiða og verktaka, og fræða um hvernig hægt er að efla brunavarnir  eldri timburhúsa.

Póstlisti HMS

Skráðu þig á póstlista HMS og fáðu allar nýjustu fréttir sendar í pósthólfið þitt.

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun HMS