3. apríl 2024

Hagnaðardrifin leigufélög umsvifamikil í nágrenni höfuðborgarsvæðisins

Póstlisti HMS

Skráðu þig á póstlista HMS og fáðu allar nýjustu fréttir sendar í pósthólfið þitt.

Netfang

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun HMS

Hlutfall leiguíbúða sem rekin eru af hagnaðardrifnum leigufélögum er hærra í nágrenni höfuðborgarsvæðisins en í öðrum landshlutum, samkvæmt upplýsingum úr leiguskrá HMS.

Leiguskráin telur nú rúmlega 23 þúsund samninga, en rúmlega 20 þúsund þeirra eru í gildi þessa stundina. Alls tóku um 855 samningar gildi í marsmánuði, en að jafnaði hafa um þúsund samningar bæst við leiguskrána í hverjum mánuði frá því í október árið 2023.

Sjá má þróun gildra samninga í leiguskrá á mynd hér að neðan, en þar sést að nokkur munur er á nýskráningum samninga eftir mánuðum, þar sem flestir þeirra byrja í kringum byrjun skólaársins í ágústmánuði.

Fjöldi samn­inga í leigu­skrá HMS eft­ir lands­hlut­um og mán­uð­um

Um 27 prósent allra gildra leigusamninga í leiguskránni eru vegna íbúða sem eru leigðar út af einstaklingum, en 27 prósent þeirra eru vegna íbúða sem eru leigðar út af leigufélögum sem eru rekin í hagnaðarskyni. Tæpur helmingur leigusamninga í leiguskrá eru svo hjá leiguíbúðum sem rekin eru á félagslegum forsendum, en þar eru íbúðir í eigu ríkis, sveitarfélaga, og húsnæðissjálfseignarstofnana.

Tegund leigusala er þó breytileg eftir landshlutum, en samkvæmt leiguskránni hafa hagnaðardrifin leigufélög mun sterkari ítök í nágrannasveitarfélögum höfuðborgarsvæðisins heldur en annars staðar á landinu. Líkt og myndin hér að neðan sýnir er meirihluti leiguíbúða í leiguskrá í nágrenni höfuðborgarsvæðisins í eigu hagnaðardrifinna leigufélaga, á meðan slíkar íbúðir eru aðeins fimmtungur af íbúðum í leiguskrá á höfuðborgarsvæðinu.

Gild­ir samn­ing­ar í leigu­skrá HMS eft­ir eign­ar­haldi í hverj­um lands­hluta

Leiguskrá HMS bendir einnig til þess að félagslegar leiguíbúðir séu hlutfallslega fáar í nágrannasveitarfélögum höfuðborgarsvæðisins, en hlutfall slíkra íbúða er helmingi minna þar en í öðrum landshlutum. Minni munur er hins vegar á hlutfalli leiguíbúða í eigu einstaklinga, en það nær 23 prósentum í nágrenni höfuðborgarsvæðisins, 29 prósentum á höfuðborgarsvæðinu og 30 prósentum á landsbyggðinni.

Uppfært 5. apríl 2024. Tölur í fyrri myndinni voru uppfærðar eftir að upp komst um villu í gagnavinnslu.

Póstlisti HMS

Skráðu þig á póstlista HMS og fáðu allar nýjustu fréttir sendar í pósthólfið þitt.

Netfang

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun HMS