27. mars 2020

Greiðsluhlé til lögaðila hjá HMS vegna Covid-19

Póstlisti HMS

Skráðu þig á póstlista HMS og fáðu allar nýjustu fréttir sendar í pósthólfið þitt.

Netfang

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun HMS

Eitt af hlutverkum HMS er að stuðla að húsnæðisöryggi landsmanna, þar á meðal leigjenda. Óvissan sem nú er uppi í þjóðfélaginu getur kallað á að lögaðilar sem leigja út íbúðarhúsnæði sýni leigjendum sínum sveigjanleika varðandi leigugreiðslur vegna tímabundinnar tekjuskerðingar leigjenda.   

Eitt af hlutverkum HMS er að stuðla að húsnæðisöryggi landsmanna, þar á meðal leigjenda. Óvissan sem nú er uppi í þjóðfélaginu getur kallað á að lögaðilar sem leigja út íbúðarhúsnæði sýni leigjendum sínum sveigjanleika varðandi leigugreiðslur vegna tímabundinnar tekjuskerðingar leigjenda.   

Lögaðilar í viðskiptum við HMS og ÍL-sjóð geta nú sótt um greiðsluhlé á lánum til allt að þriggja mánaða í því skyni að geta veitt leigjendum sem þess þurfa sveigjanleika með því til að lækka leigu eða fresta greiðslum í heild eða að hluta, allt eftir þörf viðkomandi leigjanda.  Þá eru afborganir og vextir lagðir við höfuðstól lána á meðan greiðsluhléi stendur. Þeir sem vilja sækja um greiðsluhlé eða fá nánari upplýsingar er bent á að hafa samband við lánasvið HMS hér. Hver umsókn verður metin sérstaklega.

Greiðsluhlé til lögaðila er í boði fyrir viðskiptavini HMS og ÍL-sjóðs sem sjá fram á tímabundna erfiðleika vegna þeirra aðstæðna sem nú eru uppi vegna Covid-19. Sé um viðvarandi greiðsluerfiðleika að ræða er bent á greiðsluerfiðleikaúrræði HMS fyrir lögaðila.

Póstlisti HMS

Skráðu þig á póstlista HMS og fáðu allar nýjustu fréttir sendar í pósthólfið þitt.

Netfang

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun HMS