22. apríl 2025
16. desember 2021
Góð ráð við kaup á leikföngum fyrir jólin
Útgáfuáætlun
Hér má sjá útgáfuáætlun HMS
Leikföng eru vinsælar jólagjafir handa börnum. Til þess að leikur barna geti orðið hvað ánægjulegastur er mikilvægt að leikfang hæfi barninu og að það uppfylli þær öryggiskröfur sem til þess eru gerðar.
Leikföng eru vinsælar jólagjafir handa börnum. Til þess að leikur barna geti orðið hvað ánægjulegastur er mikilvægt að leikfang hæfi barninu og að það uppfylli þær öryggiskröfur sem til þess eru gerðar.
Atriði til að hafa í huga
HMS mælir með því að hafa þetta í huga við leikfangakaupin:
- Veljið leikföng sem hæfa aldri, hæfni og þroskastigi.
- Þetta merki þýðir að leikfangið hæfir ekki barni yngra en þriggja ára.
- Leikfang sem er smátt eða inniheldur smáa hluti er ekki fyrir börn undir þriggja ára. Smáir hlutir valda köfnunarhættu hjá börnum.
- Börn geta skorið sig á hvössum hornum og skörpum brúnum leikfanga.
- Rafhlöður í leikföngum eiga aldrei að vera aðgengilegar börnum. Rafhlöðuhólf á að vera lokað með viðeigandi hætti svo ómögulegt sé fyrir barn að opna það.
- Passa þarf sérstaklega vel að börn komist ekki í hnapparafhlöður því þær geta valdið alvarlegri hættu nái barn að setja þær í munninn.
- Bönd í leikföngum eiga að vera undir 22 cm. Annars er hætta á að leikfangið vefjist um háls barns.
Við notkun leikfanga er rétt að:
- Lesa alltaf á miða og umbúðir sem fylgja leikfangi.
- Fylgja leiðbeiningum um hvernig setja á saman og nota leikföng.
- Fjarlægja umbúðir enda getur barni stafað hætta af þeim.
- Leiðbeina börnum við leik.
- Skoða reglulega hvort leikföngin séu í lagi. Komið ónýtum leikföngum strax úr umferð.
- Koma upplýsingum um óörugg leikföng til framleiðanda og HMS.
Leikföng eiga ávallt að vera CE-merkt og á heiti bæði framleiðanda og innflytjanda að koma fram á leikfanginu. Það á einnig að vera bera viðvörunarmerkingar við hæfi.
Hægt er að framkvæma könnun á leikföngum með því að toga og snúa upp á þau til að prófa hvort þau séu í lagi og kanna hvort smáir hlutir séu kirfilega festir. Leikföng eiga að þola slíkar prófanir.
Koma má ábendingum vegna leikfanga til HMS með því að hafa samband á netfangið hms@hms.is og í síma 440-6400.
Útgáfuáætlun
Hér má sjá útgáfuáætlun HMS