30. júní 2022

Flutningur fasteignaskrár og fasteignamats frá Þjóðskrá til HMS

Póstlisti HMS

Skráðu þig á póstlista HMS og fáðu allar nýjustu fréttir sendar í pósthólfið þitt.

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun HMS

Lög um flutning fasteignaskrár frá Þjóðskrá til HMS hafa verið samþykkt á Alþingi og taka þau gildi 1. júlí næstkomandi.

Lög um flutning fasteignaskrár frá Þjóðskrá til HMS hafa verið samþykkt á Alþingi og taka þau gildi 1. júlí næstkomandi. Rekstur fasteignaskrár mun færast til HMS en markmiðið er að einfalda og efla þjónustu við sveitarfélög, almenning og aðra hagaðila. Starfsemin verður flutt þann 1. júlí næstkomandi en stefnt er að því að yfirfærslu kerfa verði að mestu lokið 1. september 2022.

Frá og með 1. júlí næstkomandi mun HMS bera ábyrgð á allri þjónustu vegna fasteignaskrár og er hægt að beina erindum í síma 440-6400 eða á netfangið hms@hms.is. Skrifstofur okkar eru staðsettar í Borgartúni 21 í Reykjavík, Ártorgi 1 á Sauðárkróki og Hafnarstræti 107 á Akureyri. Berist erindi til Þjóðskrár í gegnum síma eða með tölvupósti eftir 1. júlí verður erindið áframsent til HMS og svörun tryggð.

Þjóðskrá og HMS leggja mikla áherslu á að ekki verði þjónusturof meðan á sameiningarferlinu stendur og munu engar aðrar breytingar eiga sér stað þann 1. júlí sem hafa áhrif á þjónustuveitingu til viðskiptavina.

Við hvetjum viðskiptavini til að hafa samband í síma 440-6400 eða með tölvupósti á hms@hms.is ef einhverjar spurningar vakna og einnig er hægt að leita til ykkar núverandi tengiliða hjá Fasteignaskrá til að fá nánari upplýsingar.

Með fyrirfram þökk og góðum sumarkveðjum,
HMS og Þjóðskrá Íslands.

Póstlisti HMS

Skráðu þig á póstlista HMS og fáðu allar nýjustu fréttir sendar í pósthólfið þitt.

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun HMS