16. apríl 2025
25. ágúst 2023
Fjöldi leigusamninga um íbúðarhúsnæði
Útgáfuáætlun
Hér má sjá útgáfuáætlun HMS
Húsnæðis- og mannvirkjastofnun hefur tekið saman upplýsingar um fjölda þinglýstra leigusamninga um íbúðarhúsnæði í júlí 2023 eftir landshlutum.
- Heildarfjöldi samninga á landinu voru 305 í síðasta mánuði og fækkaði þeim um 3,8 % frá því í júní 2023 en fækkaði um 57,3% frá júní 2022.
- Heildarfjöldi samninga á höfuðborgarsvæðinu voru 217 og fjölgaði þeim um 1 samning frá júní 2023 en fækkaði um 59,1% frá júní 2022.
Skráning leigusamninga í leiguskrá
Hafa verður í huga að um áramót tóku gildi breytingar á lögum um húsaleigu sem skylda leigusala í atvinnurekstri til að skrá leigusamninga í leiguskrá húsnæðisgrunns HMS. Skráning í grunninn er jafnframt skilyrði þess að leigjandi njóti réttar til húsnæðisbóta. Þinglýsing leigusamnings er því ekki lengur skilyrði húsnæðisbóta og því má búast við að þinglýstum leigusamningum fari fækkandi.
Alls voru 307 húsaleigusamningar skráðir í leiguskrána sem tóku gildi í júlí sl. sem er 23,6% fækkun frá júní en þá tóku í gildi 402 samningar. Núna ágúst tóku í gildi 372 samningar . Alls hafa 2.906 samningar verið skráðir í leiguskránna á yfirstandandi ári.
Útgáfuáætlun
Hér má sjá útgáfuáætlun HMS