9. desember 2025
9. desember 2025
Fasteignamatsskýrsla fyrir árið 2026 er komin út
Útgáfuáætlun
Hér má sjá útgáfuáætlun HMS
- Fasteignamatsskýrsla fyrir árið 2026 er komin út
- HMS reiknar árlega fasteignamat fyrir allar fasteignir á Íslandi
- Fasteignamat endurspeglar áætlað markaðsvirði fasteigna
Fasteignamatsskýrsla fyrir árið 2026 er komin út. Skýrslan inniheldur útskýringar á öllum reikniaðferðum fyrir fasteignamat 2026. Aðferðirnar skiptast niður í íbúðamat, atvinnumat, sumarhúsamat, markaðsleiðrétt kostnaðarmat og verðflokkamat. Hægt er að nálgast skýrsluna með því að smella á hnappinn hér að neðan.
Fasteignamatsskýrsla 2026
HMS birtir fasteignamat næsta árs þann 31. maí ár hvert, miðað við áætlað markaðsvirði í síðastliðnum febrúar. Fasteignamat 2026 miðast því við verðlag fasteigna í febrúar 2025 og tekur gildi 31. desember 2025.
Fasteignamat skal vera eins góð nálgun á markaðsvirði eins og fýsilegt er hverju sinni, þó með það til hliðsjónar að vera sanngjarnt og hóflegt. Til þess eru útbúnar reikniaðferðir sem reikna út líklegt markaðsvirði fasteigna en útskýring á aðferðunum má finna í þessari skýrslu.
Útgáfuáætlun
Hér má sjá útgáfuáætlun HMS



