22. mars 2023

Eru brunavarnir á þínu heimili í lagi?

Póstlisti HMS

Skráðu þig á póstlista HMS og fáðu allar nýjustu fréttir sendar í pósthólfið þitt.

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun HMS

Árlega framkvæmir brunavarnasvið Húsnæðis- og mannvirkjastofnun könnun á brunavörnum heimilanna í samvinnu við Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna. Markmiðið með könnuninni er að ná fá fram góðri innsýn í stöðu brunavarna á heimilum, meðal annars hvort það séu uppsettir reykskynjarar, slökkvitæki og hvort heimilisfólk þekkir flóttaleiðir.

Niðurstöður vegna síðastliðins árs voru góðar og er ánægjulegt að sjá að brunavarnir eru viðunandi og góðar á mörgum heimilum landsins.  

 

Er reykskynjari, slökkvitæki og eldvarnarteppi á þín heimili?

96% svarenda eru með einn eða fleiri uppsetta reykskynjara á sínu heimili,  77% eru með slökkvitæki og 63% eru með eldvarnarteppi. Ávallt má þó gera betur í þessum málaflokki. við viljum að öll heimili séu með uppsetta reykskynjara. Þetta litla öfluga öryggistæki bjargar mannslífum og því ætti þetta öryggistæki að vera jafn sjálfsagt á heimilinu eins og að það sé rennandi vatn og rafmagn.

Niðurstöðurnar sýna að fólk á aldrinum 18-29 ára sem býr í eigin húsnæði eða er nýfarið á leigumarkaðinn eru síður með uppsettan reykskynjara á sínu heimili. 8,4% eru með enga reykskynjara og önnur 24,1% hafa aðeins einn samkvæmt könnuninni. Hlutfall þeirra sem hafa enga reykskynjara er hins vegar lægra í öðrum aldurhópum. Hið sama á við þegar litið er til slökkvitækja og eldvarnarteppa á heimilum. Fólk á aldrinum 18-29 ára er síður með slíkan búnað á heimilinu í samanburði við aðra aldurshópa. 21,% er ekki með neitt slökkvitæki og 50,4% er ekki með eldvarnarteppi á heimilinu.

Þekkir þú flóttaleiðir á þínu heimili?

Nauðsynlegt er að þekkja flóttaleiðir á sínu heimili og gott að hafa tiltækt slökkvitæki á þeirri leið. Niðurstöðurnar sýna að 71% svarenda þekkja flóttaleiðir á sínu heimili og 77% hafa aðgang að slökkvitæki við flóttaleiðina.

Dagur reykskynjarans 1. Desember, sem er árlegt forvarnarátak Landsambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamannaog HMS sem hefur verið árangursríkt og er ætlað að hvetja fólk til að huga að mikilvægasta öryggistæki heimilisins, reykskynjaranum. Nauðsynlegt er að yfirfara reykskynjara heimilisins reglulega og 75% aðspurðra yfirfara reykskynjara heimilisins einu sinni eða oftar á ári.

Forvarnir erum mikilvægar og það er nauðsynlegt að sinna því starfi vel. Slökkviliðin í landinu hafa staðið sig einstaklega vel á því sviði og er afar mikilvægt að styðja við það starf. Könnunin veitir mikilvægar upplýsingar um  stöðuna og er markmiðið með forvörnum að vinna að aukinni vitundarvakningu um brunavarnir heimilanna og að þær séu í góðu lagi.

Verum eldklár og eflum brunavarnir heimilanna. Fróðleikur og annað áhugavert efni má nálgast á: vertueldklar.is

Maskína framkvæmdi könnunin í janúar 2023 og voru svarendur 949 einstaklingar sem endurspegla þjóðina út frá kyni, aldri, menntun og búsetu.

Póstlisti HMS

Skráðu þig á póstlista HMS og fáðu allar nýjustu fréttir sendar í pósthólfið þitt.

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun HMS