3. desember 2024

Er í lagi með þinn reykskynjara?

Póstlisti HMS

Skráðu þig á póstlista HMS og fáðu allar nýjustu fréttir sendar í pósthólfið þitt.

Netfang

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun HMS

 Dagur reykskynjarans var 1. desember, en í tilefni þess hvetur HMS fólk til að huga að brunavörnum heimilisins og að tryggja að þær séu í lagi. Reykskynjarinn er lítið og einfalt öryggistæki en gæti bjargað mannslífum ef hann er rétt upp settur og vel staðsettur.

HMS, ásamt Landssambandi slökkviliðs og sjúkraflutningamanna, standa að degi reykskynjarans hérlendis á hverju ári. Hér að neðan má sjá myndband sem búið var til í tilefni dagsins, en nánari fróðleik um hann og brunavarnir heimila má finna á vefsíðunni https://vertueldklar.is/.

Slysahætta getur stafað af kertum og öðrum jólaskreytingum sem eru algeng á þessum tíma árs. Hægt er að draga úr slíkri hættu með því að fara gætilega með eld og rafmagn, hafa óbrennanlegt undirlag undir kertum, staðsetja þau ekki nálægt gardínum og muna að vökva jólatrén, séu þau lifandi grenitré, því þau eru eldfimari ef þau þorna upp. Ekki skal hlaða rafmagnshjól og rafmagnstæki meðan allir eru sofandi eða þegar enginn er heima.

Reykskynjarinn getur sömuleiðis komið í veg fyrir tjón af völdum bruna, þar sem erfitt getur reynst að koma auga á eld og reyk áður hann hefur valdið miklum skaða.

Mik­il­væg­ir punkt­ar varð­andi reyk­skynjara:

  • Reykskynjarar eru nauðsynlegir í öllum rýmum heimilisins
  • Mikilvægt er að staðsetja þá sem næst miðju lofts
  • Prófið virkni reykskynjarans að lágmarki einu sinni á ári
  • Mikilvægt er að allir þekki flóttaleiðir á sínu heimili og að þær séu greiðfærar 
  • Hafið slökkvitæki tiltækt á flóttaleiðinni

Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna vinnur öflugt forvarnarstarf í leik- og grunnskólum landsins með eldvarnaviku sem hófst 20. - 29. nóvember. Á degi reykskynjarans minna HMS og LSS svo á að reykskynjari sé uppsettur og með rafhlöðu á öllum heimilum landsins.

Gleðilega aðventu!

#vertueldklár

Póstlisti HMS

Skráðu þig á póstlista HMS og fáðu allar nýjustu fréttir sendar í pósthólfið þitt.

Netfang

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun HMS