1. júní 2023

Uppgjör skólaárs Brunamálaskólans

Póstlisti HMS

Skráðu þig á póstlista HMS og fáðu allar nýjustu fréttir sendar í pósthólfið þitt.

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun HMS

Brunamálaskólinn  – Skólaárið 2022-23

Húsnæðis- og mannvirkjastofnun starfrækir Brunamálaskólann sem er ætlaður til menntunar slökkviliðsmanna. Á síðustu mánuðum hefur undirbúningur átt sér stað við endurskipulagningu skólans og eru framundan nýir og spennandi tímar í menntunarmálum slökkviliðsmanna.

Nýafstaðið skólaár Brunamálaskólans var það síðasta sem rekið er eftir eldri reglugerð. Á skólaárinu voru haldin átta bókleg námskeið, bæði í staðar og fjarnámi, til viðbótar við verklega þjálfun sem framkvæmd var víðs vegar um landið. Námskeiðin sem voru haldin ná yfir öll lögbundin hlutverk slökkviliða, svo sem slökkvistarf, björgun fastklemmdra, viðbragð við mengunaróhöppum og eldvarnaeftirlit. Um það bil 270 einstaklingar stóðust námskeiðin og var stór hluti nemenda sem sóttu fleiri en eitt námskeið á skólaárinu.

Verkleg þjálfun slökkviliðsmanna er mikilvæg og var meðal annars gerður samningur við Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins vegna náms fyrir slökkviliðsmenn í fullu starfi og Brunavarnir Árnessýslu vegna náms fyrir hlutastarfandi slökkviliðsmenn sem og eldvarnaeftirlitsmenn og vill Brunamálaskólinn þakka þeim kærlega fyrir þeirra aðkomu að verklegri kennslu og samstarfið. Án góðs samstarfs við slökkviliðin í landinu væri verkleg þjálfun og kennsla enn stærri áskorun en hún er í dag og því mikilvægt að viðhalda og styrkja samstarf slökkviliða og Brunamálaskólans til framtíðar.

Undanfarin misseri hefur átt sér stað mikil endurskipulagning á námi slökkviliðsmanna og hefur ný reglugerð um Brunamálaskólann nr. 1246/2022 þegar tekið í gildi. Fyrstu námskeið samkvæmt ákvæðum reglugerðarinnar munu fara af stað á næsta skólaári samhliða endurmenntunarátaki meðal starfandi slökkviliðsmanna.

Póstlisti HMS

Skráðu þig á póstlista HMS og fáðu allar nýjustu fréttir sendar í pósthólfið þitt.

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun HMS