10. júlí 2025
7. mars 2022
Breytt fyrirkomulag á skilum áfangaúttekta byggingarstjóra
Hingað til hafa byggingarstjórar verið skyldugir til að skrá niðurstöður áfangaúttekta í byggingagátt Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar.
Hingað til hafa byggingarstjórar verið skyldugir til að skrá niðurstöður áfangaúttekta í byggingagátt Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar.
Breytingin felur í sér að nú getur byggingarstjóri sent inn staðfestingu í nýtt vefviðmót mannvirkjaskrár um að hann hafi framkvæmt áfangaúttekt í stað þess að skrá niðurstöður úttektar í byggingargáttina. Skoðunarskýrslu áfangaúttekta samkvæmt skoðunarlistum HMS vistar hann í gæðastjórnunarkerfi sínu og skilar afriti til viðkomandi byggingarfulltrúaembættis.