28. október 2025
21. janúar 2020
Breytingar á útreikningi húsnæðisbóta
Útgáfuáætlun
Hér má sjá útgáfuáætlun HMS
Þann 16. desember síðastliðinn undirritaði félags- og barnamálaráðherra reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 1200/2016. Um er að ræða breytingar á frítekjumörkum, skerðingarhlutfalli og eignamörkum húsnæðisbóta. Breytingar þessar tóku gildi 1. janúar síðastliðinn.
Þann 16. desember síðastliðinn undirritaði félags- og barnamálaráðherra reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 1200/2016. Um er að ræða breytingar á frítekjumörkum, skerðingarhlutfalli og eignamörkum húsnæðisbóta. Breytingar þessar tóku gildi 1. janúar síðastliðinn.
Frítekjumörk og eignamörk húsnæðisbóta hækka á milli ára. Skerðingarhlutfall tekna hækkar á móti úr 9% í 11%. Þetta þýðir að skerðing á húsnæðisbótum byrjar nú að telja við hærri tekjur (mynd 1) en skerðingin verður hlutfallslega meiri með hækkandi tekjum en áður. Skerðingamörk vegna eigna eru hækkuð úr 6.500.000,- kr. í 8.000.000,- kr. En bætur skerðast að fullu ef eignir eru umfram 12.800.000,- kr. í stað 10.400.000,- kr. í fyrra.
Mynd 1 – Breytingar á frítekjumörkum á milli ára
Í reiknivél húsnæðisbóta er hægt að reikna út upphæðir húsnæðisbóta miðað við þær forsendur sem eiga við hverju sinni, eins og fjölda heimilismanna, tekjur, eignir og húsnæðiskostnað.
Útgáfuáætlun
Hér má sjá útgáfuáætlun HMS




