14. ágúst 2023

Breytingar á byggingarreglugerð

Póstlisti HMS

Skráðu þig á póstlista HMS og fáðu allar nýjustu fréttir sendar í pósthólfið þitt.

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun HMS

Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra skipaði á dögunum stýrihóp um breytingar á byggingarreglugerð

Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra skipaði á dögunum stýrihóp um breytingar á byggingarreglugerð sem þegar hefur hafið störf. Líkt og fram kom í tilkynningu  á vef stjórnarráðsins er gert ráð fyrir að þetta viðamikla verkefni verði unnið í góðu samstarfi við hagaðila og atvinnulífið og vegna umfangs þess hefur verið ákveðið að skipta því í ellefu mismunandi hluta. Þeir eru:

 1. Hönnunareftirlit
 2. Framkvæmdar- og notkunareftirlit
 3. Hollusta og umhverfi
 4. Brunavarnir og öryggi í notkun
 5. Orkusparnaður og rekstur
 6. Aðkoma, umferðarleiðir og innri rými
 7. Burðarþol og stöðugleiki
 8. Stafræn þróun
 9. Lífsferilsgreiningar (LCA)
 10. Hringrásarhagkerfið og byggingarvörur
 11. Tryggingar

Einn starfshópur skipaður sjö til níu sérfræðingum, sem tilnefndir eru á grundvelli hagaðilagreiningar fyrir viðkomandi hluta, ber ábyrgð á hverjum hluta fyrir sig. Hópunum er ætlað að hafa víðtækt samráð sín á milli sem og við aðra hagaðila eins og við á.

Fimm starfshópar hafa þegar hafið störf. Þeir eru :

Starfshópur um hönnunareftirlit en í honum eru; Þórunn Lilja Vilbergsdóttir lögfræðingur hjá HMS, Sveinn Björnsson byggingarfulltrúi Reykjanesbæjar, Ólafur Á. Ingason byggingarverkfræðingur hjá Eflu, Sigríður Magnúsdóttir Arkitekt hjá Teiknistofunni Tröð, Sigríður Maack Arkitekt hjá skipulagsfulltrúa Reykjavíkurborgar, Jón Guðmundsson verkfræðingur og Viggó Magnússon byggingafræðingur hjá HR og Arkís.

Starfshópur um framkvæmdar- og notkunareftirlit en í honum eru; Kristinn Tryggvi Gunnarsson sérfræðingur hjá HMS, Guðjón Bragason lögfræðingur, Haraldur Birgir Haraldsson skipulags- og byggingarfulltrúi Rangárþings ytra, Sigrún Melax gæðastjóri hjá Jáverk, Friðrik Ágúst Ólafsson viðskiptastjóri á mannvirkjasviði SI, Ágúst Þ. Pétursson húsasmíðameistari hjá Mannvit og Kolbrún Rakel Helgadóttir framkvæmdastjóri hjá Ölfusborg.

Starfshópur um Orkusparnað og rekstur en í honum eru; Ágúst Pálsson sérfræðingur hjá HMS, Björn Marteinsson prófessor emeritus HÍ, Marta R. Karlsdóttir vélaverkfræðingur hjá Orkustofnun, Bjartur Guangze Hu byggingaverkfræðingur, Nanna K. Pétursdóttir byggingartæknifræðingur hjá Verkís, Alma D. Ívarsdóttir, verkfræðingur hjá Mannviti, Þórhildur F. Kristjánsdóttir verkfræðingur hjá Eflu og Högni Hróarsson byggingarverkfræðingur hjá Ferli.

Starfshópur um Lífsferilsgreiningar (LCA) en í honum eru; Þóra Margrét Þorgeirsdóttir framkvæmdarstjóri hjá HMS, Helga María Adólfsdóttir byggingarverkfræðingur hjá Mannvit, Alexandra Kjeld umhverfisverkfræðingur hjá Efla og Grænni byggð, Ólafur Ögmundarson dósent hjá HÍ og Viggó Magnússon byggingafræðingur hjá HR og Arkís

Starfshópur um stafræna þróun en í honum eru;  Hugrún Ýr Sigurðardóttir sérfræðingur hjá HMS, Ingibjörg Birna Kjartansdóttir þróunarstjóri BIM hjá ÍSTAK, Davíð Friðgeirsson BIM leiðtogi hjá FSRE, ; Smári Freysson sérfræðingur hjá HMS, Dagný Geirdal sérfræðingur hjá HMS; Guðjón Steinsson sérfræðingur hjá HMS og Svava Björk Bragadóttir byggingafræðingur hjá Arkís.

Sjá einnig frétt innviðaráðuneytisins frá 4. júlí 2023.

Póstlisti HMS

Skráðu þig á póstlista HMS og fáðu allar nýjustu fréttir sendar í pósthólfið þitt.

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun HMS