17. janúar 2025
18. nóvember 2024
Bilið breikkar á milli markaðsleigu og leiguverðs í óhagnaðardrifnum leiguíbúðum
Útgáfuáætlun
Hér má sjá útgáfuáætlun HMS
Markaðsleiga hefur færst fjær leigu óhagnaðardrifinna íbúða á síðustu mánuðum þar sem markaðsleiga hefur hækkað að raunvirði og óhagnaðardrifnar leiguíbúðir hafa lækkað að raunvirði. Þetta kemur fram þegar dreifing leiguverðs á höfuðborgarsvæðinu er skoðuð eftir eignaflokkum íbúða.
Óhagnaðardrifin leigufélög bjóða upp á mun lægri leigu
Mikill munur er á leiguverði eftir eignarhaldi íbúða. Leiguíbúðir sem eru í eigu einstaklinga og hagnaðardrifinna leigusala teljast til markaðsleigu, á meðan leiguíbúðir sem reknar eru án hagnaðarsjónarmiða eru það ekki. Í síðarnefnda flokknum eru meðal annars félagslegar leiguíbúðir, stúdenta íbúðir og íbúðir í eigu sveitarfélaga.
Á mynd hér að neðan má sjá dreifingu markaðsleigu annars vegar og leigu íbúða sem reknar eru án hagnaðarsjónarmiða hins vegar á höfuðborgarsvæðinu í ár og í fyrra.
Líkt og myndin sýnir hefur dregið úr hlutdeild ódýrari íbúða í markaðalseigu í ár á meðan dreifing dýrari íbúða hefur haldist nær óbreytt á milli ára. Þessi þróun hefur leitt til þess að markaðsleiga á höfuðborgarsvæðinu hefur hækkað umfram verðbólgu á milli ára.
Leiguverð íbúða sem reknar eru án hagnaðarsjónarmiða hefur aftur á móti lækkað að raunvirði á milli ára, þar sem það hefur ekki haldið í við verðbólgu. Til viðbótar er leiguverð á slíkum íbúðum á þrengra bili en áður, sem skapar gjá á milli markaðsleigu og leiguverð íbúða í eigu óhagnaðardrifinna leigufélaga.
Útgáfuáætlun
Hér má sjá útgáfuáætlun HMS