20. desember 2024
9. október 2024
Átaksverkefni um eldri rafmagnstöflur
Útgáfuáætlun
Hér má sjá útgáfuáætlun HMS
Á undanförnum misserum hafa dreifiveitur skipt út verulegum fjölda eldri raforkumæla fyrir nýja snjallmæla í húsum víða um land. Eins eru dreifiveitur að framkvæma spennukerfisbreytingar í eldri dreifikerfum sínum sem bætir þau verulega og gefur m.a. möguleika á afhendingu þriggja fasa rafmagns til notenda. Þetta hefur leitt til að HMS hefur borist verulegur fjöldi ábendinga um rafmagnstöflur, þar sem mælarnir eru staðsettir, sem hætta gæti stafað af. Oftast er um að ræða gamlar rafmagnstöflur þar sem taflan sjálf og/eða varbúnaðurinn (öryggin) sem í henni er og tryggja á öryggi þeirra sem í viðkomandi húsum eru, er úr sér genginn. HMS mun bregðast við þessum ábendingum með því að hafa samband við eigendur/umráðamenn þeirra húsa þar sem ástand rafmagnstaflna virðist sérlega slæmt.
Rafmagnstöflur og öryggi
Rafmagnstaflan er hjarta rafkerfisins í hverju húsi, um hana fer allt rafmagn sem notað er í húsinu og því getur verið um mikið álag að ræða. Gamlar og illa farnar rafmagnstöflur geta verið hættulegar, ekki síst ef þær eru úr tré eða staðsettar þar sem nóg er um eldsmat, t.d. inni í skáp. Rafbúnaðar, eins og flest annað, hefur takmarkaðan líftíma og tryggir því ekki endilega öryggi við lok hans.
Nauðsynlegt er að láta löggiltan rafverktaka kanna ástand eldri rafmagnstaflna og gera úrbætur áður en tjón hlýst af, það getur einnig átt við aðra hluta raflagnarinnar í húsinu. Upplýsingar um löggilta rafverktaka má finna á heimasíðu HMS.
Mjög langt er síðan töflur (töfluspjöld) úr tré voru settar upp og afar líklegt að þær séu komnar fram yfir þann líftíma sem gera má ráð fyrir að þær hafi. Það sama getur átt við rafbúnaðinn í töflunum, bæði varbúnað og víra. Það eru þó ekki eingöngu rafmagnstöflur úr tré sem huga þarf að, en hið sama á við um allar gamlar og úr sér gengnar rafmagnstöflur.
Hvers vegna geta rafmagnstöflur úr tré verið hættulegar?
- Timbur er brennanlegt efni
- Timbrið í töflunum þornar yfir tíma og verður enn brennanlegra
- Mikill rafstraumur fer um rafmagnstöflur – allt rafmagn heimilisins, þ.m.t. bílhleðslustöðin
- Margir áratugir síðan rafmagnstöflur úr tré voru settar upp – eru úr sér gengnar og úreltar
- Ekki í samræmi við núgildandi reglur að rafmagnstöflur séu úr tré – ekki leyft í nýjum og endurnýjuðum húsum
- Öryggisbúnaður í gömlum töflum getur verið úr sér genginn og öryggi því ábótavant
Sjá nánar um rafmagnstöflur úr tré með því að smella á þennan hlekk.
Útgáfuáætlun
Hér má sjá útgáfuáætlun HMS