22. apríl 2025
24. mars 2021
Aldrei fleiri íbúðir selst að vetri
Útgáfuáætlun
Hér má sjá útgáfuáætlun HMS
Þjóðskrá Íslands birti á mánudag tölur um fjölda kaupsamninga í febrúar 2021.
Þjóðskrá Íslands birti á mánudag tölur um fjölda kaupsamninga í febrúar 2021.
Umsvif á fasteignamarkaði eru mikil miðað við árstíma, sem oftast einkennist af ládeyðu. Nokkuð hefur þó dregið úr umsvifum frá því þau voru mest síðastliðið haust.
Í febrúar voru gefnir út 1.128 kaupsamningar um íbúðarhúsnæði sem er um 14% fleiri en í janúar og um 27% fleiri samningar en á sama tíma í fyrra.[1]
Eins og fram kom í síðustu mánaðarskýrslu hagdeildar HMS voru 14% fleiri auglýsingar um íbúðir á höfuðborgarsvæðinu teknar úr birtingu í febrúar en janúar og 21% á landsbyggðinni. Það má því búast við að útgefnir kaupsamningar verði nokkuð fleiri nú í mars þegar þær tölur liggja fyrir.
[1] Miðað við fjölda kaupsamninga sem þegar hefur verið þinglýst. Líklega á sá fjöldi eitthvað eftir að aukast þegar tölurnar verða næst uppfærðar.
Met í fjölda kaupsamninga miðað við árstíma hafa verið slegin í hverjum mánuði síðan í september. Þá voru viðskipti í júlí og ágúst á síðasta jöfn metum sem voru slegin í júlí og ágúst 2007. Meðfylgjandi myndir sýna fjölda kaupsamninga og veltu á fasteignamarkaði í mánuði 2006-2021. Óljóst er hvort að met fyrir marsmánuð verði slegið en þótt eftirspurn virðist áfram vera veruleg fækkar íbúðum til sölu áfram. Því verður að koma í ljós hvort að takmarkað framboð íbúða sé farið að bitna á íbúðaviðskiptum.
[1] Miðað við fjölda kaupsamninga sem þegar hefur verið þinglýst. Líklega á sá fjöldi eitthvað eftir að aukast þegar tölurnar verða næst uppfærðar.
Útgáfuáætlun
Hér má sjá útgáfuáætlun HMS