8. maí 2025
7. maí 2025
Áfangaúttektum byggingarstjóra er verulega ábótavant
Útgáfuáætlun
Hér má sjá útgáfuáætlun HMS
- Byggingarstjórum ber að framkvæma áfangaúttektir og skila í mannvirkjaskrá
- HMS hefur yfirfarið gögn úr fjölda framvinduskoðana sem leiddi í ljós að skil á áfangaúttektum er verulega ábótavant
- Vegna ófullnægjandi skila á áfangaúttektum hefur HMS hert verulega eftirlit með byggingarstjórum
Reglulegar framvinduskoðanir HMS hafa leitt í ljós að skil á áfangaúttektum byggingarstjóra eru ekki í samræmi við framvindu íbúða í byggingu. HMS hefur uppfært matsstig fjölda íbúða í kjölfar framvinduskoðana ásamt því að fylgja eftir skráningum á nýjum framkvæmdum, þar sem stór hluti íbúða voru skráðar á röngu matsstigi.
Í mars síðastliðnum var framkvæmd talning á íbúðum í byggingu og framvinda íbúða metin. Þessi skoðun leiddi í ljós að um 500 frávik voru á skráðu matsstigi og áætluðu matsstigi. Af þessum málum voru um 35 prósent byggingarleyfa þar sem áfangaúttektum var verulega ábótavant í mannvirkjaskrá og vísbendingar eru um að þessi tala sé fremur varfærin.
Byggingarstjórar skulu fyrir hönd eiganda mannvirkja sjá til þess að áfangaúttektir séu framkvæmdar og þeim skilað í mannvirkjaskrá samkvæmt byggingarreglugerð. Ábyrgð byggingarstjóra er því mikil og hefur HMS hert eftirlit með skilum áfangaúttekta.
Markmið eftirlits með mannvirkjagerð er að sjá til þess að grunnkröfur um mannvirki séu uppfylltar ásamt því að stuðla að því að koma í veg fyrir frekari galla í nýbyggingum. Skráning í mannvirkjaskrá eykur rekjanleika og þar með neytendavernd.
Útgáfuáætlun
Hér má sjá útgáfuáætlun HMS