3. júlí 2024

2,8 milljörðum úthlutað í stofnframlög fyrir 216 nýjar íbúðir

Póstlisti HMS

Skráðu þig á póstlista HMS og fáðu allar nýjustu fréttir sendar í pósthólfið þitt.

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun HMS

  • Alls var 2,8 milljörðum króna úthlutað í stofnframlög frá ríkinu í fyrstu úthlutun ársins 2024
  • Stærstur hluti íbúðanna verður á höfuðborgarsvæðinu en úthlutað var til flestra landshluta
  • Ríkisstjórnin hyggst tvöfalda fjölda íbúða fyrir tekju- og eignaminni heimili og stefnt er að úthlutun stofnframlaga til 600 íbúða í ár

HMS tilkynnir niðurstöður fyrir fyrstu úthlutun stofnframlaga fyrir árið 2024 en hún nam rúmlega 2,8 milljörðum króna til uppbyggingar á 216 nýjum íbúðum fyrir tekju- og eignaminni heimili víða um land.

Stefnt að tvö­föld­un á fjölda íbúða fyr­ir tekju- og eigna­minni heim­ili í ár

Samkvæmt fjárlögum ríkisins skal 7,3 milljörðum úthlutað í stofnframlög á árinu 2024. Markmið stjórnvalda er að fjármagna um 600 íbúða í ár sem eru nærri tvöfalt fleiri íbúðir en fjármagnaðar hafa verið undanfarin ár.

Þann 1. mars síðastliðinn auglýsti HMS eftir umsóknum um stofnframlög ríkisins til byggingar eða kaupa á almennum íbúðum. Alls bárust 30 umsóknir frá 10 umsækjendum til byggingar eða kaupa á 233 íbúðum. Fjárhæð stofnframlaga sem sótt var um að loknum umsóknarfresti voru rúmir þrír milljarðar.

Sam­þykkt var 21 verk­efni í fyrstu út­hlut­un árs­ins

Búið er að afgreiða allar umsóknir í fyrstu úthlutun ársins og var 21 verkefni samþykkt þar sem 2,8 milljörðum króna var úthlutað til kaupa eða byggingar á samtals 216 íbúðum. Eftirstöðvar til síðari úthlutana á árinu 2024 eru nú um 4,5 milljarðar og hefur HMS nú þegar opnað fyrir umsóknir í annarri úthlutun ársins.

Langflestar íbúðirnar að þessu sinni verða staðsettar á höfuðborgarsvæðinu eða um 85% en næstflestar á Austurlandi eða um 5% íbúða. Á myndinni hér fyrir neðan má sjá skiptingu íbúða sem fengu úthlutað stofnframlögum í fyrstu úthlutun ársins 2024 eftir landshlutum.

Fjöldi íbúða eftir landshlutum sem fengu úthlutað stofnframlögum í fyrstu úthlutun ársins 2024

Um stofn­fram­lög

Stofnframlög eru stuðningur í formi eigin fjár sem veitt eru til uppbyggingar á leiguíbúðum fyrir tekjuminni heimili innan almenna íbúðakerfisins til að auka húsnæðisöryggi leigjenda og stuðla að því að húsnæðiskostnaður sé í samræmi við greiðslugetu eða að jafnaði ekki umfram fjórðung tekna. Stofnframlögin sem eru veitt til bæði byggingar og kaupa á íbúðum eru veitt annars vegar fyrir hönd ríkisins í gegnum HMS og hins vegar frá viðkomandi sveitarfélagi þar sem íbúðirnar koma til með að vera staðsettar í.

Stofnframlag ríkisins er 18% af stofnkostnaði íbúðanna og framlag sveitarfélags er 12%. Ríki er heimilt er að veita allt að 4% viðbótarframlag vegna íbúðarhúsnæðis á vegum sveitarfélaga, íbúðarhúsnæðis ætlað námsmönnum eða fötluðu fólki. Einnig er heimilt að veita sérstakt byggðaframlag vegna byggingar almennra íbúða á svæðum þar sem skortur er á leiguhúsnæði og bygging íbúða hefur verið í lágmarki.

27 millj­­örð­­um hef­ur ver­ið út­­hlut­að til upp­­­bygg­ing­­ar á rúm­lega 3.700 íbúð­­um

Frá því að reglur um stofnframlög tóku gildi á seinni hluta árs 2016 hefur HMS (áður Íbúðalánasjóður) úthlutað stofnframlögum til byggingar eða kaupa á samtals 3.731 íbúð um allt land fram til þessa. Heildarfjárhæð stofnframlaga ríkisins eru um 27 milljarðar króna og heildarfjárfesting í verkefnunum um 138 milljarðar. Stofnframlög sveitarfélaga í þessum verkefnum nema um 17 milljörðum króna.

Póstlisti HMS

Skráðu þig á póstlista HMS og fáðu allar nýjustu fréttir sendar í pósthólfið þitt.

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun HMS