28. febrúar 2025
3. mars 2025
197 nýjar lóðir skráðar í febrúar
Útgáfuáætlun
Hér má sjá útgáfuáætlun HMS
- Alls voru skráðar 197 lóðir í fasteignaskrá HMS í febrúar um allt land
- Flestar lóðir voru íbúðarhúsalóðir eða 129 talsins
- Ekki hafa fleiri íbúðarhúslóðir verið nýskráðar í einum mánuði á síðustu 12 mánuðum
Í febrúar voru stofnaðar 197 lóðir í fasteignaskrá sem er metfjöldi frá því í maí 2024 þegar stofnaðar voru 218 lóðir. Flestar lóðir voru íbúðarhúsalóðir eða alls 129 talsins, en ekki hafa fleiri íbúðarhúsalóðir verið skráðar í einum mánuði á síðustu 12 mánuðum. Auk þess voru skráðar 10 sumarhúsalóðir og 31 atvinnuhúsalóð.
Fjöldi nýskráðra lóða um allt land eftir mánuðum og flokkum
Myndin hér að ofan sýnir mánaðarlegar tölur um fjölda nýskráðra lóða eftir öllum flokkum. Lóðir skráðar sem annað land eða einfaldlega lóð voru 18 talsins í febrúar, en líklegast er að þessar lóðir breyti um gerð þegar fram líða stundir og verði þá skráðar sem atvinnu-, sumarhúsa- eða íbúðarlóðir.
Flestar íbúðarhúsalóðir staðfestar í Kópavogi
Flestar nýjar íbúðarhúsalóðir voru staðsettar í Kópavogi, en lokið var við að stofna stóran hluta nýs hverfis á Vatnsenda og voru 67 nýjar íbúðarhúsalóðir stofnaðar þar. Þá er að auki mikil uppbygging í Hagahverfinu á Höfn í Hornafirði og voru 34 nýjar íbúðarhúsalóðir stofnaðar þar.
Flestar atvinnuhúsalóðir voru staðfestar í Borgarbyggð eða um13 talsins. Í Grímsnes- og Grafningshreppi við Álfabyggð voru stofnaðar 10 sumarhúsalóðir og voru þetta einu sumarhúsalóðirnar stofnaðar í febrúar.
Útgáfuáætlun
Hér má sjá útgáfuáætlun HMS